Helstu kjötnördar landsins í steikarsmakk til Óskars Finns

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í til­efni þess að verðlauna­steik­urn­ar úr hinni frægu keppni, World Steak Chal­lenge, eru komn­ar í hús á veit­ingastaðnum Finns­son í Kringl­unni bauð Óskar Finns helstu kjötnör­d­um lands­ins í steik­ars­makk.

    World Steak Chal­lenge er risa­keppni á milli steikar­fram­leiðenda um bestu steik­ina í heimi. Á síðasta ári var það í fyrsta skipti sem Íslend­ing­ar áttu dóm­ara í keppn­inni en Óskari hlotnaðist sá heiður en þetta er ein virt­asta steik­ar­keppni í heimi.

    Óskar bauð ein­valaliði sem hef­ur mikla ástríðu fyr­ir góðum steik­um í smakkið, þeim Agn­ari Sverris­syni Michel­in-stjörnu­kokki á Moss, Völ­undi Snæ Völ­unds­syni meist­ara­kokki, Jó­hanni S. Eggerts­syni hjá Mata og Jó­hanni Ægi Kristjáns­syni hjá Fast­us.

    Hann bauð ann­ars veg­ar upp á eðalri­beye-steik frá Red-White, sem var val­in besta ri­beye-steik­in í Evr­ópu í keppn­inni árið 2024, og hins veg­ar upp á arg­entíska nauta­lund frá fyr­ir­tæk­inu Devesa, sem var val­in sú besta í Am­er­íku árin 2023 og 2024.

    Verðlaunasteikurnar serm eru að gera allt vitlaust á Finnsson.
    Verðlauna­steik­urn­ar serm eru að gera allt vit­laust á Finns­son. mbl.is/​Karítas

    „Ég var lengi bú­inn að bíða eft­ir þessu tæki­færi, að geta boðið þess­um kjötnör­d­um í al­vöru steik­ars­makk, og leyfa þeim að finna þessi gæði í steik­un­um. Í smakk­inu leyfðum við kjöt­inu að njóta sín en auðvitað bár­um við líka fram fransk­ar kart­öfl­ur og djúp­steikt­ar heil­ar kart­öfl­ur sem eru steikt­ar upp úr andafitu ásamt okk­ar bestu út­gáfu af bernaise,“ seg­ir Óskar sem var afar spennt­ur að sjá svip­brigðin í smakk­inu.

    Steikurnar eru grillaðar.
    Steik­urn­ar eru grillaðar. mbl.is/​Karítas

    Spenn­andi verk­efni í bíg­erð

    Á Finns­son Bistro hef­ur fjöl­skyld­an verið að feta sig frek­ar inn á steikar­markaðinn og má segja að Óskar sé þessa dag­ana að leyfa ástríðunni að blómstra áfram og nýta þá kunn­áttu sem hann hef­ur.

    Óskar er með fleira spenn­andi í bíg­erð þegar kem­ur að ástríðu hans fyr­ir steik­um. „Það stytt­ist óðum í það að ég ljóstri upp hvert næsta verk­efni mitt verður þegar steik­ur eru ann­ars veg­ar. Þessa dag­ana eru það steik­urn­ar sem eiga hug minn all­an,“ seg­ir Óskar leynd­ar­dóms­full­ur.

    Einni tomahawk steik var líka skellt á grillið.
    Einni toma­hawk steik var líka skellt á grillið. mbl.is/​Karítas
    Eldunin á ribeye steikin fullkomnuð.
    Eld­un­in á ri­beye steik­in full­komnuð. mbl.is/​Karítas
    Mikil gleði var með steikurnar.
    Mik­il gleði var með steik­urn­ar. mbl.is/​Karítas
    Stekurnar hurfu ofan í mannskapinn.
    Stek­urn­ar hurfu ofan í mann­skap­inn. mbl.is/​Karítas
    Óskar var í essinu sínu með viðbrögð gestana við steikunum.
    Óskar var í ess­inu sínu með viðbrögð gest­ana við steik­un­um. mbl.is/​Karítas
    Tomahawk steikin skorin.
    Toma­hawk steik­in skor­in. mbl.is/​Karítas
    Sósurnar vantaði ekki.
    Sós­urn­ar vantaði ekki. mbl.is/​Karítas
    Kartöflurnar eru steiktar upp úr andafitu sem gefa þeim sérstaklega …
    Kart­öfl­urn­ar eru steikt­ar upp úr andafitu sem gefa þeim sér­stak­lega gott bragð og áferð. mbl.is/​Karítas
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Matur »

    Fleira áhugavert
    Loka