Þegar veislu skal halda eða bara lífga upp á heimilið í tilefni þess að sumarið er komið er upplagt að vera með litríka hluti á borðum. Til að mynda eiga litríku og sumarlegu glervörurnar frá Kodanska vel við á þessum árstíma.
Kodanska býður úrval af vönduðum og litríkum glervörum, þar sem skandinavísk hönnun mætir tékknesku handbragði.
Glerskálin úr Danish Summer-vörulínunni nýtur mikilla vinsælda þessa dagana og er mikið notuð undir salöt.
Einnig þykir mörgum gaman að bera fram drykki í litríkri Danish Summer-karöflu og glösum í stíl sem getur lyft upp veisluborðinu og þykir vera konfekt fyrir augun.
Í lífsstílsversluninni Epal er þessa hluti meðal annars að finna.