„Heilög stund á kvöldin að undirbúa máltíðir næsta dags“

Lovísa Thompson landsliðskona í handbolta og Valsari ljóstrar upp áhugaverðum …
Lovísa Thompson landsliðskona í handbolta og Valsari ljóstrar upp áhugaverðum staðreyndum um matarvenjur sínar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lovísa Thomp­son Vals­ari og landsliðskona í hand­bolta ljóstr­ar upp áhuga­verðum og skemmti­leg­um staðreynd­um um mat­ar­venj­ur sín­ar fyr­ir les­end­um mat­ar­vefs mbl.is.

Lovísa er einn af lyk­il­mönn­um Vals í hand­bolta en liðið stend­ur í ströngu þessa dag­ana og er á leið út til Spán­ar til að keppa í Evr­ópu­keppn­inni auk þess sem þær keppa til úr­slita á Íslands­mót­inu.

„Ég starfa sem dönsku­kenn­ari á dag­inn og hand­bolta­kona á kvöld­in. Ég elska allt sem teng­ist íþrótt­um og heilsu og hef gam­an af því að eiga góðar stund­ir með vin­um og fjöl­skyldu,“ seg­ir Lovísa þegar hún er spurð út í hið dag­lega líf.

Kærast­inn er mjög góður kokk­ur

Þegar kem­ur að hefðbundn­um mat­ar­venj­um er Lovísa mjög vana­föst. „Ég borða yf­ir­leitt það sama á virk­um dög­um. Ég und­ir­bý yf­ir­leitt nesti dag­inn áður og er svo með stút­fulla tösku af mat sem ég tek með í vinn­una.

Vinnu­fé­lag­ar mín­ir hafa haft orð á því að ég þyrfti að bjóða upp á ein­hvers kon­ar nest­isþjón­ustu og búa til girni­lega grauta fyr­ir þá. Kannski læt ég verða að því einn dag­inn. Það er eig­in­lega heil­ög stund á kvöld­in að und­ir­búa máltíðir næsta dags og mér finnst skemmti­leg­ast að hafa sem mest af lit í máltíðinni. Mér finnst gam­an að borða en hef verið minna í því að elda. Er ein­mitt að flytja að heim­an svo ég þarf að æfa mig að elda en kærast­inn minn er mjög góður kokk­ur þannig ég nýt góðs af því,“ seg­ir Lovísa og bros­ir.

Lovísa seg­ir að hún taki mataræði föst­um tök­um á vet­urna en leyfi sér að slaka aðeins á þegar keppn­is­tíma­bilið er búið. „Á sumr­in hef ég verið gjörn á að leyfa mér að slappa af og vera ekki of ströng á því hvað ég borða. Þá erum við í fríi frá skipu­lögðum hand­boltaæf­ing­um og eig­um að sinna eig­in þjálf­un. Mér finnst samt alltaf best að vera í rútínu og í sum­ar ætla ég að búa mér til gott plan svo ég verði í standi þegar við byrj­um aft­ur í haust.“

Það styttist í að Lovísa flytji að heiman og þá …
Það stytt­ist í að Lovísa flytji að heim­an og þá mun reyna á hæfi­leika henn­ar í elda­mennsk­unni en hún seg­ir að kærast­inn henn­ar sé góður kokk­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Gam­an að við séum að upp­skera“

Þessa dag­ana standa Vals­stelp­urn­ar í ströngu en framund­an eru bæði úr­slit í Íslands­mót­inu og Evr­ópu­keppn­inni.

„Við eig­um tvo leiki í Evr­ópu­keppn­inni við spænska at­vinnu­mannaliðið, BM Porr­ino. Fyrri leik­ur­inn er á Spáni, þann 10. maí næst­kom­andi, og sá seinni hérna heima að Hlíðar­enda þann 17. maí. Það er mik­il eft­ir­vænt­ing inn­an hóps­ins enda erum við bún­ar leggja hart að okk­ur í all­an vet­ur, bæði inn­an og utan vall­ar, til að ná þess­um ár­angri. Mik­ill tími hef­ur farið í æf­ing­ar og í að safna fyr­ir keppn­inni með ýms­um fjár­öfl­un­um. Það er því gam­an að við séum að upp­skera,“ seg­ir Lovísa.

„Við hefj­um svo leik í úr­slit­um Íslands­móts­ins 20. maí gegn Hauka­kon­um en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslands­meist­ari. Mark­miðið það sem eft­ir lif­ir tíma­bils­ins er að taka eina æf­ingu og einn leik í einu, fókusa á frammistöðu okk­ar og sjá svo að lok­um hver niðurstaðan verður. Þetta tíma­bil hef­ur liðið mjög hratt og því skipt­ir miklu máli að njóta hvers ein­asta mó­ments því þetta verður búið áður en við vit­um af,“ bæt­ir Lovísa við.

Þarftu að hugsa vel um hvað þú borðar fyr­ir keppni og leiki?

„Já, ég hugsa vel um hvað ég borða og þá sér­stak­lega dag­inn fyr­ir leik og á leik­degi. Það skipt­ir máli að vera með nóg bens­ín á tank­in­um og fylla hann vel af góðri nær­ingu sem nýt­ist í átök­in.“

Lovísa svar­ar hér nokkr­um lauflétt­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar og hefðir.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Morg­un­mat­ur­inn er oft­ast skyrskál eða yf­ir­nátta hafra­graut­ur með alls kon­ar gúm­melaði eins og t.d. berj­um og fræj­um. Síðan hef ég verið að æfa mig að drekka kaffi í vinn­unni og það hef­ur gengið nokkuð vel.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Nei, ég er ekki vön að borða mikið milli mála en ef ég er að fara á æf­ingu eft­ir vinnu finnst mér fínt að fá mér t.d. ban­ana, maís­kök­ur eða próteinstykki.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Í há­deg­inu tek ég oft­ast af­gang frá kvöld­matn­um dag­inn áður. Ég útbý líka oft svona eig­in­legt „smør­rebrød“ en þá vel ég mér eitt­hvað girni­legt brauð (fræ­brauð, beygl­ur eða súr­deigs­brauð) og toppa með góðu áleggi sem ég hef lyst á þann dag­inn. Þessa dag­ana er ég mest að vinna með smjör, ost, kjúk­linga­álegg, gúrku og egg. Ég strái svo nógu af salti og pip­ar yfir, mjög gott. 

Til að passa upp á prótein­inn­tök­una fæ ég mér svo eina Hleðslu með.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Ég á alltaf til skyr og gríska jóg­úrt.“

Ráðagerði upp­á­haldsveit­ingastaður­inn

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Mér finnst mjög gam­an að fara út að borða og þá í góðra vina hópi eða með kær­ast­an­um mín­um. Minn upp­á­haldsveit­ingastaður er Ráðagerði úti á Seltjarn­ar­nesi og ég get farið þangað aft­ur og aft­ur án þess að fá leiða. Ég mæli hik­laust með því að prófa þenn­an stað en það er hægt að fá dýr­ind­is dög­urð og kostu­leg­an kvöld­verð á góðu verði. And­rúms­loftið og mat­ur­inn fá 10/​10 frá mér.“

Hvað vilt þú á pítsuna þína?

„Þó að ég elski Ráðagerði, sem er ít­alsk­ur veit­ingastaður, þá er ég eig­in­lega ekki mik­il pítsu­kona. Mér finnst þó heima­bakaða píts­an hjá mömmu best. Þá set­ur hún ris­arækj­ur, kletta­sal­at, par­mesanost og nóg af hvít­lauk­sol­íu.“

Hvað færð þú þér á pyls­una þínu?

„Ég setti alltaf bara tóm­atsósu og steikt­an lauk en nú, þegar ég hef þrosk­ast aðeins meira, hef ég bætt við sinn­epi og stund­um smá remúlaði til að vera smá dönsk.“

Góður ham­borg­ari beint af grill­inu er best­ur

Hver er upp­á­halds­grill­rétt­ur­inn þinn?

„Ég er ekki vön mikl­um grill­mat á mínu heim­ili en góður ham­borg­ari beint af grill­inu klikk­ar ekki.“

Áttu grill? Hvort heill­ar þig meira gas- eða kola­grill?

„Nei, ekki enn og ég veit því miður ekk­ert um grill svo ég veit ekki hvort heill­ar mig meira.“

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Það fer eft­ir því hvað ég er að fara að gera í kring­um máltíðina. Ef það er stutt í leik fæ ég mér kart­öfl­ur en ann­ars er ég meira fyr­ir sal­atið. Þetta er samt bæði gott í bland.“

Hver er upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

„Ég er mjög leiðin­leg og elska ís­lenska vatnið meira en allt. Upp­á­halds­drykk­irn­ir mín­ir þessa dag­ana eru sóda­vatn með granatepla­bragði og Stell­ar Blend Nocco.“

Hvað er það versta sem þú hef­ur bragðað?

„Há­karl sem stjúppabbi minn mútaði mér að smakka um árið.“

Ertu með æði fyr­ir ein­hverju þessa dag­ana?

„Ég er með æði fyr­ir Bíó­kropp­inu frá Nóa Síríus og Prótein­poppi. Ef mig lang­ar í „möns“ er þetta mitt „go-to“.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka