„Ég get stundum ekki sofið fyrir hungri“

Vala Kristín Eiríksdóttir afhjúpar skemmtilegar staðreyndir um matarvenjur sína á …
Vala Kristín Eiríksdóttir afhjúpar skemmtilegar staðreyndir um matarvenjur sína á meðgöngunni. Samsett mynd/Saga Sigurðardóttir

Vala Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir leik­kona og hand­rits­höf­und­ur af­hjúp­ar nokkr­ar skemmti­leg­ar staðreynd­ir um mat­ar­venj­ur sín­ar á meðgöng­unni og viður­kenn­ir fús­lega að þær séu öðru­vísi þessa dag­ana. Hún á að eiga á næstu dög­um svo hún er á síðustu metr­un­um á meðgöng­unni sem hef­ur svo sann­ar­lega áhrif á mat­ar­venj­ur henn­ar.

Vala er lands­mönn­um vel kunn­ug fyr­ir verk sín en hún er til að mynda einn höf­unda þáttaserí­unn­ar Venju­legs fólks sem sýnd var hjá Sím­an­um og með 10 ára starfs­reynslu sem leik­kona í Borg­ar­leik­hús­inu. Á fjöl­un­um þessa dag­ana er sýn­ing­in Þetta er Laddi sem hún er meðhöf­und­ur að ásamt Ólafi Agli Eg­ils­syni sem er að fá góðar und­ir­tekt­ir leik­hús­gesta.

Vala hefur yfir 10 ára reynslu sem leikkona hjá Borgarleikhúsinu.
Vala hef­ur yfir 10 ára reynslu sem leik­kona hjá Borg­ar­leik­hús­inu. Ljós­mynd/​Saga Sig­urðardótt­ir

Góð grilluð sam­loka get­ur verið him­nesk upp­lif­un

Völu finnst æðis­legt að borða góðan mat og nýt­ur þess sér­stak­lega þessa dag­ana.

„Ég get ekki sagt að ég sé ástríðukokk­ur eða liggi yfir vefsíðum til að kynna mér veit­ingastaði áður en ég sæki þá. En mér finnst æðis­legt að borða góðan mat, og bara mat yfir höfuð. 

Það er alltaf gam­an að eiga lúxusmat­ar­upp­lif­un en svo get­ur góð grilluð sam­loka eða pakkanúðlur verið him­nesk upp­lif­un líka í rétt­um aðstæðum,“ seg­ir Vala og hlær.

„Mat­ar­venj­ur á meðgöngu hafa breyst þannig að ég borða miklu, miklu, meira. Og ég er far­in að borða morg­un­mat sem ég hætti að gera í mörg ár. Stund­um borða ég morg­un­mat tvisvar.

Ég vakna kannski um klukk­an sex og get ekki sofið fyr­ir hungri, þá er morg­un­mat­ur núm­er eitt. Síðan vakna ég aft­ur um klukk­an 10 og þá er morg­un­mat­ur núm­er tvö í röðinni. En það sem ég borða hef­ur lítið breyst, nema á meðan ógleðin stóð yfir fyrstu mánuðina. Ég borða bara það sem mér dett­ur í hug.“

Á meðgöngunni borðar Vala oftar en ekki morgunmat tvisvar.
Á meðgöng­unni borðar Vala oft­ar en ekki morg­un­mat tvisvar. Ljós­mynd/​Saga Sig­urðardótt­ir

Lang­ar oft­ar í kjötsúpu og slát­ur á vet­urna

Aðspurð seg­ir Vala mat­ar­venj­ur sín­ar breyt­ast eft­ir árstíðum. „Á sumr­in breyt­ist það sem mig lang­ar í. Þá lang­ar mig meira í ferskt græn­meti og ávexti, salöt og grill­mat. Á vet­urna lang­ar mig oft­ar í kjötsúpu og heitt slát­ur og þvíum­líkt. Sú löng­un hverf­ur nán­ast al­veg á sumr­in,“ seg­ir Vala sposk á svip­inn.

„Brauð ger­ir mig al­veg nógu ham­ingju­sama“

Vala gaf sér tíma til að svara nokkr­um praktísk­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar sem gefa líka les­end­um góða inn­sýn í hve mat­ar­ást­in get­ur breyst á meðgöng­unni.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Á morgn­anna fæ ég mér yf­ir­leitt ristað brauð með smjöri, osti og sultu. Eða AB-mjólk með mús­lí sem ég geri sjálf. Ég er alltaf á leiðinni að verða svona týpa sem kýl­ir í sig prótein­um eins og eggj­um á morgn­anna því in­ter­netið seg­ir að þá verði maður í topp formi og ham­ingju­sam­ur. En þegar það kem­ur að því þá lang­ar mig alltaf mest í brauð. Og brauð ger­ir mig al­veg nógu ham­ingju­sama.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég er eng­in form­leg milli­málatýpa en hendi stund­um í mig hrökk­brauði, ávöxt­um, hnet­um eða gríp mér þeyt­ing eins og eft­ir rækt­ina ef það er enn ein­hver tími í næstu form­legu máltíð.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Nei, form­leg­ur há­deg­is­mat­ur finnst mér ekki ómiss­andi. Það fer þó eft­ir í hvaða rútínu ég er. Þegar ég er að æfa á dag­inn í leik­hús­inu þá er dá­sam­legt að setj­ast niður með heita máltíð og oft­ar en ekki mik­il eft­ir­vænt­ing í hópn­um að sjá hvað er í mat­inn og svo gam­an þegar hann er extra góður, hann gef­ur svo mikið inn í dag­inn.

Á sól­rík­um sum­ar­degi er líka gam­an að gera eitt­hvað úr há­deg­is­matn­um og gera gott pasta eða kjúk­linga­sal­at. En ef það er ekk­ert til­efni þá er aft­ur ristað brauð með aðeins mat­ar­meira áleggi eins og góðu tún­fiskssal­ati sem er alltaf negla.“

Á yf­ir­leitt til lifr­ar­pylsu sem fer ým­ist ofan í fólk eða hund

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Ég á eig­in­lega alltaf til gul­an innocent smoot­hie, smjör, ost og sultu. Og yf­ir­leitt kalda lifr­ar­pylsu sem fer ým­ist ofan í fólk eða hund.“

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Ég elska að fara á Sölku sem er veit­ingastaður á Skóla­vörðustíg. Það er boðið upp á stál­heiðarleg­an steikt­an fisk, plokk­fisk, rúg­brauð með síld, lambaskanka og van­metn­ustu pítsur bæj­ar­ins. Þetta er svona mjög heim­il­is­leg upp­lif­un sem mér finnst æði ef maður nenn­ir ekki að elda. Ef ég vil meiri lúx­us þá finnst mér t.d. Grazie æði og Sumac.“

Hvað vilt þú á pítsuna þína?

„Mér finnst alls kon­ar gott á pítsur en ef það er ekki pepp­eróní þá skil ég varla af hverju við erum að þessu.“

Hvað færð þú þér á pyls­una þína?

„Ég fæ mér allt á pyls­ur, helst kart­öflu­sal­at líka og pyls­una vafða í bei­kon ef það er í boði. „More is more“.“

Hver er upp­á­halds­grill­rétt­ur­inn þinn?

„Það verður flest gott á grilli. En það er erfitt að klúðra klass­ísku lamba­lærissneiðunum.“

Áttu grill?

„Ég á grill, já. Og ein­hverra hluta vegna eru hér þrjú eða fjög­ur grill í geymsl­unni en bara tvær íbúðir sem deila geymsl­unni. Þetta hef­ur verið ráðgáta í aðdrag­anda sum­ars. Eins og geymsl­an fram­leiði lít­il ferðagrill. Gasgrill­in eru nátt­úru­lega svo þægi­leg og lítið subb en auðvitað eru kola­grill meira sjarmó og kol­in gefa gott bragð.“

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Ég fæ mér kart­öfl­ur og sal­at. Og meðlæti yfir höfuð er ávallt stærsti hlut­inn af diskn­um mín­um.“

Hver er upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

„Upp­á­halds­drykk­ur­inn fer nátt­úru­lega eft­ir aðstæðum. Ég verð þó að viður­kenna að ég er far­in að hlakka mikið til að fá mér stórt glas af ís­köld­um Ein­stök Pale ale.“

Vala er meðhöfundur sýningarinnar sem nú er fjölunum í Borgarleikhúsinu …
Vala er meðhöf­und­ur sýn­ing­ar­inn­ar sem nú er fjöl­un­um í Borg­ar­leik­hús­inu Þetta er Laddi ásamt Ólafi Agli Eg­ils­syni. Ljós­mynd/​Hörður Sveins­son

Allt viðbjóðslegt fyrstu 3 mánuðina

Hvað er það versta sem þú hef­ur bragðað?

„Það var hér um bil allt viðbjóðslegt fyrstu 3 mánuðina á meðgöng­unni, að minnsta kosti til­hugs­un­in. Ég man ekki til þess að ein­hver spes mat­ur hafi bragðast extra illa. Hins veg­ar voru töfl­ur sem áttu að hjálpa til við ógleði og bragðið af þeim svo vont að það grætti mig. Ég sendi öll­um kon­um sem eru stadd­ar á þess­um tíma­punkti á sinni meðgöngu alla mína strauma. Þessa fyrstu mánuði er stund­um eins og maður sé fangi í eig­in lík­ama.“

Ertu með æði fyr­ir ein­hverju þessa dag­ana?

„Ég er með æði fyr­ir mús­lí-inu sem ég bý til sjálf. Hafr­ar eru uppistaðan og þær hnet­ur og þau fræ sem eru til að hverju sinni. Í skammt­in­um núna eru sól­blóma­fræ, ses­am­fræ, möndl­ur, pek­an­hnet­ur. Svo bræði ég sam­an í potti kó­kosol­íu, smá ólífu­olíu, fullt af hnetu­smjöri, vanillu­drop­um, salti og smá hun­angi.

Ég slumpa bara á magnið af vökva þannig að hann velt­ist um allt þetta þurra án þess að það verði blautt. Dreifi úr þessu á ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír og baka við 170°C hita, grufla í því eft­ir 10 mín­út­ur og baka svo þar til mús­lí-ið verður gull­in­brúnt. Það er geggjað út í hvers kon­ar jóg­úrt eða mjólk með rús­ín­um eða döðlum og fersk­um ávöxt­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert