Fermingardrengurinn, Heiðar Berg Brynjarsson, fermdist á sumardaginn fyrsta í Guðríðarkirkju en þau voru einungis sjö sem fermdust þennan dag. Veislan var haldin tveim dögum síðar, á laugardeginum á eftir, til að koma til móts við ættingja hans á landsbyggðinni. Hann fékk að ráða þema veislunnar sem var einhyrningaþema sem kom móðurinni töluvert á óvart.
Heiðar Berg spilar sem markvörður í handbolta ogútileikmaður í fótbolta með félaginu Fram og því gerði móðir hans ráð fyrir að þemað í veislunni yrði eitthvað tengt Fram, blátt og hvítt, og eitthvað tengt þessum boltaíþróttum sem eiga hug hans allan.
„Nei, svo var ekki, Heiðar valdi að hafa einhyrningaþema og fannst það bæði sniðugt og fyndið, sem það svo sannarlega var,“ segir móðir hans, Kristín Sif Björgvinsdóttir, sem sá um undirbúninginn fyrir veisluna í samráði við soninn.
„Þó að einhyrningaþema geti haft alla liti regnbogans með þá voru ráðandi litir í för, blár, silfur og fjólublár.
Ferð í Partýbúðina gerði samsetningu veislunnar fyrir okkur svo auðvelda í bígerð þar sem þar er allt að finna sem þarf til að gera góða veislu fallega og flotta. Við fengum góða hjálp starfsfólks með hvað gott væri að nota til að gera einhyrningaþemað ævintýralegt, fallegt og skemmtilegt. Dúkar, servíettur, borðskraut, blöðrur og blikkandi neonskilti sem tók á móti fólkinu sem mætti, smellpassaði og kallaði fram bros á vör,“ segir Kristín í glaðlegum tón.
„Það var gaman að heyra frá gestunum að þemað og skreytingarnar hafi glatt hjartað. Þar sem ég er ekkert sérstaklega góð að skreyta þá var svo gaman að geta gert salinn svona ævintýrlega fallegan á auðveldan máta,“ bætir hún við.
Aðspurð segir Kristín að skipulag sé aðalatriðið þegar kemur að því að halda veislu. „Það sem þarf að hafa í huga er fyrst og fremst skipulagið, skipuleggja vel svo það þurfi ekki að vera á hlaupum alla veisluna. Það sem ég hugsaði fyrir næsta ár er að borga einhverjum fyrir að fylla á veitingar svo við foreldrarnir séum meira laus fyrir að vera með gestunum okkar og njóta með fermingarbarninu.
Aðspurð segir Kristín að skipulag sé aðalatriðið þegar kemur að því að halda veislu. „Það sem þarf að hafa í huga er fyrst og fremst skipulagið, skipuleggja vel svo það þurfi ekki að vera á hlaupum alla veisluna. Það sem ég hugsaði fyrir næsta ár er að borga einhverjum fyrir að fylla á veitingar svo við foreldrarnir séum meira laus fyrir að vera með gestunum okkar og njóta með fermingarbarninu.
Ef maður ætlar að gera veitingarnar sjálfur þá hugsa ég að það margborgi sig að vera með aðstoð. Ef valið er að vera með aðkeyptar veitingar og það er manneskja á staðnum sem sér þá er það auðvitað mikill kostur en það þarf að borga meira fyrir það. Við erum að ferma aftur á næsta ári og þá höfum við þetta klárlega í huga.“
Þegar kom að velja veitingarnar var það samráð þeirra mæðgina.
„Við völdum veitingarnar saman, en það mátti ekki vanta að hafa kleinuhringi. Heiðar vildi hafa grjónagraut í matinnen við ákváðum að það væri kannski ekki alveg málið og niðurstaðan var sumarbústaðarsúpa frá ömmu og afa, sem gestirnir lofuðu í hástert.
Kaffikræsingar voru í forgrunni, ásamt ferskum berjum og rúllutertubrauði sem ég gerði sjálf. Aðaláherslan var að hafa hlaðborðið einfalt en gott, eitthvað sem við vissum að fólkinu okkar þætti ljúft að njóta.“
Hér má sjá listi yfir það sem mæðginin völdu á kaffihlaðborðið:
Kristín ákvað að fara alla leið í skreytingunum og gera það líka á þægilegan hátt til að spara tíma og ferðir.
„Við fengum allar skreytingar fyrir salinn í Partýbúðinni, það er einfaldlega ein verslun þar sem allt fæst fyrir veislu sem þessa. Síðan er líka góð ráðgjöf á staðnum, hægt er að leita hjá starfsfólkinu um hvernig má raða saman skrauti eða fá lausnir og svör við pælingum og spurningum sem eru til staðar í kollinum.“
„Við vildum lífga salinn upp og vera með blóm en blómin komu frá Svönu hjá Studio Flamingó. Ég leigði blómin hjá henni og síðan mætti hún og aðstoðaði mig að raða þeim fallega upp í salnum. Síðan sótti hún þau svo aftur að veislu lokinni.
Algjör snilld að geta leigt svona ævintýralega falleg blóm sem eru það raunveruleg að veislugestirnir héldu að þetta væru lifandi blóm. Þau settu alveg punktinn yfir i-ið og stóra orkideuskreytingin sem var á kökuborðinu skartaði sínu fegursta,“ segir Kristín með bros á vör.
Hún segir að veislan hafi heppnast vel í alla staði og að aðalatriðið hafi verið að Heiðar væri sáttur og glaður með veisluna sína og gestirnir ánægðir með móttökuna sem var raunin.
„Það sem við reynum að gera þegar við erum að halda veislu er að hafa gaman og hjálpast sem fjölskylda, þó að vissulega sé ávallt pínu stressandi að standa í svona stórræðum þá reynum við að njóta þess, skipuleggja gleðina og láta hana verða að veruleika,“ segir Kristín og segir að það sé nóg framundan.
„Við erum komin í smá æfingu núna, vorum með brúðkaup árið 2023, fermingu árið 2024, aðra fermingu í ár og síðan eru fermingar næstu tvö ár. Við verðum komin í góða æfingu við að halda veislu núna næstu árin og finnst það ekki leiðinlegt,“ segir Kristín að lokum.