Sonurinn valdi fyndið og sniðugt einhyrningaþema

Heiðar Berg Brynjarsson, fermdist á sumardaginn fyrsta og bauð í …
Heiðar Berg Brynjarsson, fermdist á sumardaginn fyrsta og bauð í veislu þar sem einhyrningurinn var í aðalhlutverki. Hér er hann með fjölskyldu sinni, Stefán Jakobsson, Kristján Galdur, Kristín Sif Björgvinsdóttir, Heiðar, Sara Björg, Marion Edda og Júlía Brá. Ljósmynd/Mummi Lú

Ferm­ing­ar­dreng­ur­inn, Heiðar Berg Brynj­ars­son, fermd­ist á sum­ar­dag­inn fyrsta í Guðríðar­kirkju en þau voru ein­ung­is sjö sem fermd­ust þenn­an dag. Veisl­an var hald­in tveim dög­um síðar, á laug­ar­deg­in­um á eft­ir, til að koma til móts við ætt­ingja hans á lands­byggðinni. Hann fékk að ráða þema veisl­unn­ar sem var ein­hyrn­ingaþema sem kom móður­inni tölu­vert á óvart.

Heiðar Berg spil­ar sem markvörður í hand­bolta og­úti­leikmaður í fót­bolta með fé­lag­inu Fram og því gerði móðir hans ráð fyr­ir að þemað í veisl­unni yrði eitt­hvað tengt Fram, blátt og hvítt, og eitt­hvað tengt þess­um boltaíþrótt­um sem eiga hug hans all­an.

Ráðandi lit­ir: blár, silf­ur og fjólu­blár

„Nei, svo var ekki, Heiðar valdi að hafa ein­hyrn­ingaþema og fannst það bæði sniðugt og fyndið, sem það svo sann­ar­lega var,“ seg­ir móðir hans, Krist­ín Sif Björg­vins­dótt­ir, sem sá um und­ir­bún­ing­inn fyr­ir veisl­una í sam­ráði við son­inn.

Lítill og krúttlegur einhyrningur tók á móti gestum.
Lít­ill og krútt­leg­ur ein­hyrn­ing­ur tók á móti gest­um. Ljós­mynd/​Mummi Lú

„Þó að ein­hyrn­ingaþema geti haft alla liti regn­bog­ans með þá voru ráðandi lit­ir í för, blár, silf­ur og fjólu­blár.

Ferð í Partý­búðina gerði sam­setn­ingu veisl­unn­ar fyr­ir okk­ur svo auðvelda í bíg­erð þar sem þar er allt að finna sem þarf til að gera góða veislu fal­lega og flotta. Við feng­um góða hjálp starfs­fólks með hvað gott væri að nota til að gera ein­hyrn­ingaþemað æv­in­týra­legt, fal­legt og skemmti­legt. Dúk­ar, serví­ett­ur, borðskraut, blöðrur og blikk­andi neon­skilti sem tók á móti fólk­inu sem mætti, smellpassaði og kallaði fram bros á vör,“ seg­ir Krist­ín í glaðleg­um tón.

„Það var gam­an að heyra frá gest­un­um að þemað og skreyt­ing­arn­ar hafi glatt hjartað. Þar sem ég er ekk­ert sér­stak­lega góð að skreyta þá var svo gam­an að geta gert sal­inn svona æv­in­týr­lega fal­leg­an á auðveld­an máta,“ bæt­ir hún við.

Borg­ar sig að skipu­leggja allt vel

Aðspurð seg­ir Krist­ín að skipu­lag sé aðal­atriðið þegar kem­ur að því að halda veislu. „Það sem þarf að hafa í huga er fyrst og fremst skipu­lagið, skipu­leggja vel svo það þurfi ekki að vera á hlaup­um alla veisl­una. Það sem ég hugsaði fyr­ir næsta ár er að borga ein­hverj­um fyr­ir að fylla á veit­ing­ar svo við for­eldr­arn­ir séum meira laus fyr­ir að vera með gest­un­um okk­ar og njóta með ferm­ing­ar­barn­inu.

Aðspurð seg­ir Krist­ín að skipu­lag sé aðal­atriðið þegar kem­ur að því að halda veislu. „Það sem þarf að hafa í huga er fyrst og fremst skipu­lagið, skipu­leggja vel svo það þurfi ekki að vera á hlaup­um alla veisl­una. Það sem ég hugsaði fyr­ir næsta ár er að borga ein­hverj­um fyr­ir að fylla á veit­ing­ar svo við for­eldr­arn­ir séum meira laus fyr­ir að vera með gest­un­um okk­ar og njóta með ferm­ing­ar­barn­inu.

Ef maður ætl­ar að gera veit­ing­arn­ar sjálf­ur þá hugsa ég að það marg­borgi sig að vera með aðstoð. Ef valið er að vera með aðkeypt­ar veit­ing­ar og það er mann­eskja á staðnum sem sér þá er það auðvitað mik­ill kost­ur en það þarf að borga meira fyr­ir það. Við erum að ferma aft­ur á næsta ári og þá höf­um við þetta klár­lega í huga.“

Boðið var upp á einhyrningaköku í veislunni merkta fermingardrengnum.
Boðið var upp á ein­hyrn­inga­köku í veisl­unni merkta ferm­ing­ar­drengn­um. Ljós­mynd/​Mummi Lú

Þegar kom að velja veit­ing­arn­ar var það sam­ráð þeirra mæðgina.

„Við völd­um veit­ing­arn­ar sam­an, en það mátti ekki vanta að hafa kleinu­hringi. Heiðar vildi hafa grjóna­graut í mat­inn­en við ákváðum að það væri kannski ekki al­veg málið og niðurstaðan var sum­ar­bú­staðarsúpa frá ömmu og afa, sem gest­irn­ir lofuðu í há­stert.

Kaffikræs­ing­ar voru í for­grunni, ásamt fersk­um berj­um og rúllu­tertu­brauði sem ég gerði sjálf. Aðaláhersl­an var að hafa hlaðborðið ein­falt en gott, eitt­hvað sem við viss­um að fólk­inu okk­ar þætti ljúft að njóta.“

Hér má sjá listi yfir það sem mæðgin­in völdu á kaffi­hlaðborðið:

  • Hjóna­bands­sæla Ömmu Eddu
  • Ein­hyrn­ingakaka frá Sæt­um Synd­um
  • Cookies frá Rvk Cookies ásamt öðrum smá­kök­um.
  • Súkkulaðikaka frá Myll­unni, kleinu­hring­ir og sæt­ir bit­ar sem slógu í gegn
  • Kran­sakaka sem Hall­dór Kr. Sig­urðsson konditor græjaði fyr­ir okk­ur
  • Rúllu­tertu­brauð sem ég gerði sjálf.
  • Síðan var bakki með fersk­um berj­um, má þar nefna jarðarber, vín­ber og blá­ber.

Krist­ín ákvað að fara alla leið í skreyt­ing­un­um og gera það líka á þægi­leg­an hátt til að spara tíma og ferðir.

Boðið var upp á kaffiveitingar eftir súpuna.
Boðið var upp á kaffi­veit­ing­ar eft­ir súp­una. Ljós­mynd/​Mummi Lú

„Við feng­um all­ar skreyt­ing­ar fyr­ir sal­inn í Partý­búðinni, það er ein­fald­lega ein versl­un þar sem allt fæst fyr­ir veislu sem þessa. Síðan er líka góð ráðgjöf á staðnum, hægt er að leita hjá starfs­fólk­inu um hvernig má raða sam­an skrauti eða fá lausn­ir og svör við pæl­ing­um og spurn­ing­um sem eru til staðar í koll­in­um.“

Ævin­týra­lega fal­leg blóm prýddu sal­inn

„Við vild­um lífga sal­inn upp og vera með blóm en blóm­in komu frá Svönu hjá Studio Flam­ingó. Ég leigði blóm­in hjá henni og síðan mætti hún og aðstoðaði mig að raða þeim fal­lega upp í saln­um. Síðan sótti hún þau svo aft­ur að veislu lok­inni.

Al­gjör snilld að geta leigt svona æv­in­týra­lega fal­leg blóm sem eru það raun­veru­leg að veislu­gest­irn­ir héldu að þetta væru lif­andi blóm. Þau settu al­veg punkt­inn yfir i-ið og stóra orki­deu­skreyt­ing­in sem var á köku­borðinu skartaði sínu feg­ursta,“ seg­ir Krist­ín með bros á vör.

Blómaskreytingarnar frá Svönu slógu í gegn og borðskreytingin var með …
Blóma­skreyt­ing­arn­ar frá Svönu slógu í gegn og borðskreyt­ing­in var með þemalit­un­um veisl­unn­ar. Ljós­mynd/​Mummi Lú

Hún seg­ir að veisl­an hafi heppn­ast vel í alla staði og að aðal­atriðið hafi verið að Heiðar væri sátt­ur og glaður með veisl­una sína og gest­irn­ir ánægðir með mót­tök­una sem var raun­in.

„Það sem við reyn­um að gera þegar við erum að halda veislu er að hafa gam­an og hjálp­ast sem fjöl­skylda, þó að vissu­lega sé ávallt pínu stress­andi að standa í svona stór­ræðum þá reyn­um við að njóta þess, skipu­leggja gleðina og láta hana verða að veru­leika,“ seg­ir Krist­ín og seg­ir að það sé nóg framund­an.

„Við erum kom­in í smá æf­ingu núna, vor­um með brúðkaup árið 2023, ferm­ingu árið 2024, aðra ferm­ingu í ár og síðan eru ferm­ing­ar næstu tvö ár. Við verðum kom­in í góða æf­ingu við að halda veislu núna næstu árin og finnst það ekki leiðin­legt,“ seg­ir Krist­ín að lok­um.

 

 

 

 

Stjúppabbi fermingardrengsins tók lagið í veislunni.
Stjúppabbi ferm­ing­ar­drengs­ins tók lagið í veisl­unni. Ljós­mynd/​Mummi Lú
Fjölbreytt úrval var af bakkesli í veislunni.
Fjöl­breytt úr­val var af bakk­esli í veisl­unni. Ljós­mynd/​Mummi Lú
Gleðin var í fyrirrúmi.
Gleðin var í fyr­ir­rúmi. Ljós­mynd/​Mummi Lú
Skreytingarnar komu vel út og lyftu veislusalnum upp.
Skreyt­ing­arn­ar komu vel út og lyftu veislu­saln­um upp. Ljós­mynd/​Mummi Lú
Ljós­mynd/​Mummi Lú
Litríkt og skemmtilegt þema.
Lit­ríkt og skemmti­legt þema. Ljós­mynd/​Mummi Lú
Fjólubláar diskókúlur mátti sjá víða.
Fjólu­blá­ar diskó­kúl­ur mátti sjá víða. Ljós­mynd/​Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert