Ljúffeng skúffukaka sem yljar sálinni

Þessi skúffukaka lítur ómótstæðilega vel út og tilvalið að baka …
Þessi skúffukaka lítur ómótstæðilega vel út og tilvalið að baka hana með helgarkaffinu. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Er ekki upp­lagt að baka ljúf­fenga skúffu­köku með helgarkaff­inu? Þegar okk­ur lang­ar að fá góða gesti heim í kaffi þá er lag að gleðja þá með skúffu­köku sem hlýj­ar sál­inni.

Þessi skúffukaka er góð fyr­ir sál­ina, með smá kanil­bragði og ör­litl­um kaffikeim. Gald­ur­inn við mýkt­ina í kök­unni er Óskajóg­úr­tið með hnetu- og kara­mellu­bragði. Upp­skrift­in er ein­mitt góð fyr­ir rign­ing­ar- og hagl­éls­daga að vori og sumri og kem­ur úr smiðju Helenu Gunn­ars­dótt­ur, mat­ar­blogg­ara hjá Eld­húsperl­um. Upp­skrift­ina gerði hún fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Ljúffeng skúffukaka sem yljar sálinni

Vista Prenta

Skúffukakan

  • 5 dl hveiti
  • 4 dl syk­ur
  • 1 tsk. kanill
  • 2 msk.kakó
  • 1⁄2 tsk.salt
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 2 dós­irÓskajóg­úrt með hnetu- og kara­mellu­bragði
  • 2 stk. egg
  • 2 dl mjólk
  • 2 tsk. vanillu­extrakt
  • 150 g smjör, brætt

Á milli

  • 3 msk.syk­ur
  • 2 tsk.kanill

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 170°C með blæstri.
  2. Hrærið öll­um þur­refn­um sam­an í skál.
  3. Pískið sam­an jóg­úrt, eggj­um, mjólk og vanillu og hellið út í deigið.
  4. Bætið að lok­um bræddu smjöri sam­an við og blandið vel sam­an.
  5. Hellið helm­ingn­um af deig­inu í skúffu­köku­form, stráið kanil­sykr­in­um á milli og breiðið svo rest­ina af deig­inu yfir.
  6. Bakið í um það bil 25-30 mín­út­ur eða þar til bakað í gegn.

Kaffikrem

  • 250 g flór­syk­ur
  • 2 msk.kakó
  • 75 g smjör, brætt
  • 4 1⁄2 msk. heitt sterkt kaffi
  • 1 tsk. vanillu­extrakt
  • smá klípa sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Gerið kremið meðan kak­an er í ofn­in­um.
  2. Pískið öll­um hrá­efn­um sam­an og bætið heitu kaffi smám sam­an út í þar til kremið er pass­lega þykkt.
  3. Hellið krem­inu yfir heita kök­una og látið standa í 15 mín­út­ur áður en hún er bor­in fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert