Trendí-matgæðinga-hverfið í París sem þú verður að heimsækja

Montorgueil-hverfinu í París er að finna eina frægustu sælkeragötu borgarinnar. …
Montorgueil-hverfinu í París er að finna eina frægustu sælkeragötu borgarinnar. Aðalgatan þar, rue Montorgueil, hýsir grænmetisverslanir og matvöruverslanir, bari og veitingastaði, sem og töff fataverslanir. Samsett mynd

Aðeins fá­ein­um stræt­um frá Les Hal­les og lista­safn­inu Musée des Arts et Métiers, eru stein­lagðar og heill­andi göngu­göt­ur sem til­heyra Montorgu­eil-hverf­inu sem minn­ir dá­lítið á lítið sjarmer­andi þorp.

Aðal­gat­an, rue Montorgu­eil, hýs­ir græn­metis­versl­an­ir og mat­vöru­versl­an­ir, bari og veit­ingastaði, sem og töff fata­versl­an­ir. Þarna get­ur verið ys og þys enda mikið um að vera. Á göt­un­um og stræt­un­um sem liggja sam­síða og í ná­lægð við rue Montorgu­eil, hef­ur fjöldi nýrra veit­ingastaða, kokteil­bara og töff versl­ana sprottið upp síðustu ár.

Innkoman er skemmtileg.
Inn­kom­an er skemmti­leg. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Rue Montorgu­eil, sem ligg­ur í gegn­um 1. og 2. hverfi Par­ís­ar, er án efa ein af mest heill­andi göt­um í Par­ís. Óhætt er hægt að full­yrða að ferðamenn og heima­menn flykk­ist að þess­ari götu sem og hverf­inu til að upp­lifa það sem kannski best er lýst sem hinni raun­veru­legu Par­ís.

Elsta bakarí borg­ar­inn­ar

Þarna finn­ur þú til dæm­is sögu­legt bakarí, þ.e.a.s. elsta bakarí borg­ar­inn­ar, ara­grúa af borðum ut­an­dyra hjá veit­inga­mönn­um og gnótt af fersk­meti, osti, fiski, ávöxt­um, blóm­um, víni og mat­vöru­versl­un­um til að glæða hung­ur­til­finn­ing­una.

Elsta bakarí borgarinnar er að finna á aðalgötunni.
Elsta bakarí borg­ar­inn­ar er að finna á aðal­göt­unni. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Aðal­gat­an, rue Montorgu­eil, er heill­andi göngu­svæði eins og áður sagði. Þarna er líf­leg stemn­ing og saga sem nær marg­ar ald­ir aft­ur í tím­ann. Bakríið Stohrer og veit­inga­húsið Au Rocher de Cancale eru tveir af goðsagna­kennd­ustu stöðunum á rue Montorgu­eil. Veit­ingastaður­inn Au Rocher de Cancale opnaði fyr­ir rúm­um 200 árum og er þekkt­ur fyr­ir fal­leg­ar fram­hliðarskreyt­ing­ar í ljós­blá­um og gulln­um lit­um. Stohrer, elsta baka­ríið í bæn­um, var sett á lagg­irn­ar árið 1730. Stohrer kann líka að vera fal­leg­asta baka­ríið í Par­ís.

Stundum er gatan skreytt á líflegan og skemmtilegan hátt sem …
Stund­um er gat­an skreytt á líf­leg­an og skemmti­leg­an hátt sem býr til stemn­ingu sem gleður gang­andi veg­far­end­ur. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Ef þú hyggst heim­sækja Par­ís­ar­borg og lang­ar að upp­lifa mat­ar­ást og hina raun­veru­legu frönsku mat­ar­menn­ingu þá er þetta án efa hverfið sem á að fara á list­ann hjá þér yfir þá staði sem vert er að heim­sækja.

Fjölmarga, góða franska veitingastaði er að finna við götuna frægu.
Fjöl­marga, góða franska veit­ingastaði er að finna við göt­una frægu. Ljós­mynD/​In­sta­gram

 

Hér má sjá mann­lífið, kræs­ing­arn­ar og gleðina sem blas­ir við í þessu fræga sæl­kera­hverfi sem eng­inn mat­ar­unn­andi má láta fram hjá sér fara. Þetta er In­sta­gram-síða  p@aris.explor.adore
sem sam­félgs­miðlastjarna Oli­via Ruiz held­ur úti.

 

 

Matar- og menningarflóran er óþrjótandi.
Mat­ar- og menn­ing­ar­flór­an er óþrjót­andi. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert