„Mesta stemningin að opna gott kampavín“

Matgæðingurinn Marta Rún Ársælsdóttir segir frá nokkrum skemmtilegum staðreyndum um …
Matgæðingurinn Marta Rún Ársælsdóttir segir frá nokkrum skemmtilegum staðreyndum um matarvenjur sínar. mbl.is/Karítas

Marta Rún Ársæls­dótt­ir ljóstr­ar upp nokkr­um staðreynd­um um mat­ar­venj­ur sín­ar fyr­ir les­end­um mat­ar­vefs­ins.

Hún er markaðsstjóri Fisk­markaðsins, Uppi bar og Kampa­víns­fjelags­ins, þar sem hún stýr­ir markaðsmá­l­um og viðburðum og fær án efa ágæta inn­sýn í það sem er að ger­ast í veit­inga­geir­an­um í sínu starfi.

Ástríðan henn­ar fyr­ir mat hef­ur ávallt verið til staðar. „Ég hef alltaf haft mik­inn áhuga á mat og elda­mennsku. Í mörg ár bloggaði ég um upp­skrift­irn­ar mín­ar á bæði femme.is og Trend­net.is, og það gleður mig alltaf jafn mikið þegar fólk seg­ir mér að þær séu enn vistaðar og mikið notaðar,“ seg­ir Marta Rún.

„Í dag á ég tvo litla stráka, og mat­ar­tím­inn snýst oft meira um að koma öll­um niður en að taka mynd­ir eða setj­ast við lykla­borðið. En hver veit – kannski tek ég upp þráðinn ein­hvern tím­ann aft­ur í öðru formi,“ bæt­ir hún við og hlær.

Meira af mat­ar­boðum þar sem hægt er að sitja úti

Marta Rún seg­ir að mat­ar­venj­ur sín­ar breyt­ist eft­ir árstíðum.

„Á sumr­in lifn­ar allt við. Þá finnst mér sér­stak­lega skemmti­legt að grilla alls kon­ar kjöt, fisk og græn­meti og bera fram fersk salöt með ávöxt­um og kryd­d­jurt­um sem vaxa úti á svöl­un­um. Hvít­vín og rósa­vín eiga líka sinn stað í mat­ar­boðum yfir sum­arið, létt, skemmti­leg og full­kom­in við rétt­ina sem sól­in kall­ar á. Það verða líka meira af mat­ar­boðum og sam­veru­stund­um þar sem hægt er að sitja úti á svöl­um eða úti,“ seg­ir Marta Rún sem er far­in að hlakka til sum­ars­ins.

mbl.is/​Karítas

Hún svar­ar hér nokkr­um praktísk­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Kaffi.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég borða yf­ir­leitt ekki mikið á milli mála, þá væri þá helst smá ávöxt­ur.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Þegar ég vil gera vel við mig og plana há­deg­is­deit niðri í bæ, hvort sem það er með vin­um eða mak­an­um, þá fer ég alltaf í fisk dags­ins. Við ætt­um öll að borða meira af fiski, og að mínu mati færðu besta fisk dags­ins á Fiskipönnu Mess­ans.

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Dijon sinn­ep.“

 Upp­skrift að góðu kvöldi

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Ég vel mér alltaf Fisk­markaðinn eða Uppi bar þegar mig lang­ar í eitt­hvað virki­lega gott. Þó að ég vinni þar, þá fæ ég svo mikla löng­um í gottsus­hi – og þú færð það hvergi betra. Kvöldið topp­ast svo með góðu vínglasi á Uppi og ró­legu spjalli. Það er ein­fald­lega upp­skrift­in að góðu kvöldi.“

Hvað vilt þú á pítsuna þína?

„Við ger­um reglu­lega pítsu heima í pít­sa­ofn­in­um og finnst mér mjög gam­an að prufa alls kon­ar nýtt í hvert skipti. En mak­inn minn biður oft­ast um að fá þessa hér sem ég deildi með ykk­ur á mat­ar­vef mbl.is fyr­ir svo­litlu síðan.

Hvað færð þú þér á pyls­una þínu?

„Ég fæ mér allt nema remúlaði.“

Ein­falt, ferskt og full­komið á sumr­in

Hver er upp­á­halds­grill­rétt­ur­inn þinn?

„Það er erfitt að velja einn upp­á­halds­rétt, en ef ég þyrfti að nefna eitt­hvað þá væri það góður, marín­eraður kjúk­ling­ur með grilluðu græn­meti og fersku sal­ati – ein­falt, ferskt og full­komið á sumr­in.

Svo má aldrei gleyma góðri steik. Hún klikk­ar ekki, sér­stak­lega ef hún er bor­in fram með grilluðu græn­meti og heima­gerðri chimichurri sem er reglu­lega löguð heima hjá mér.“

Áttu grill? Hvort heill­ar þig meira gas- eða kola­grill?

„Heima erum við með stór­ar lokaðar sval­ir og er ég með gasgrill þar. Draum­ur­inn er að eiga bæði einn dag­inn þegar ég verð með meira pláss.“

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Ég geri aldrei máltíð án þess að hafa smá sal­at með. Þó að það séu kart­öfl­ur þá er alltaf sal­at líka. Salöt þurfa líka ekki að vera leiðin­leg. Best er að prufa sig áfram með alls kon­ar græn­meti, ávöxt­um, hnet­um og dress­ingu.“

Hver er upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

„Ég drekk bara vatn, kaffi og vín. Það er samt mesta stemn­ing­in að opna gott kampa­vín í góðum vina­hóp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert