Allt að gerast í Iðnó í dag

Þessi keppa til undanúrslitakeppninni í dag í World Class barþjónakeppni …
Þessi keppa til undanúrslitakeppninni í dag í World Class barþjónakeppni sem haldin er í Iðnó. Dagur Jakobsson – Apótek Restaurant, Hrafnkell Ingi Gissurarson – Skál!, Ingólfur Gylfason – Daisy, Jakob Alf – Gilligogg, Kría Freysdóttir – Tipsý, Leó Snæfeld – Jungle, Martin Cabejsek og Sævar Helgi – Tipsý. Ljósmynd/Aðsend

Nú stytt­ist óðum í úr­slit í World Class sem er ein stærsta og virt­asta barþjóna­keppni lands­ins en fyrst þurfa topp 8 kepp­end­ur að þreyta lok­ar­aun þar sem lúxuskokteil­ar og list­sköp­un verða í fyr­ir­rúmi.

Þetta eru þau: 

  • Dag­ur Jak­obs­son – Apó­tek Restaurant
  • Hrafn­kell Ingi Giss­ur­ar­son – Skál!
  • Ingólf­ur Gylfa­son – Daisy
  • Jakob Alf – Gilli­gogg
  • Kría Freys­dótt­ir – Tip­sý
  • Leó Snæ­feld – Jungle
  • Mart­in Ca­bej­sek 
  • Sæv­ar Helgi – Tip­sý

Kepp­end­ur hafa haft mánaðar­tíma til að und­ir­búa sig og sýna sköp­un­ar­gáfu sína með pop-up bar í Iðnó. Hver barþjónn fær út­hlutað 2m x 2m gólfplássi til að búa til stór­brotna upp­lif­un af Johnnie Wal­ker Blue Label-kokteiln­um sín­um og er opið fyr­ir al­menn­ing að upp­lifa hvað bestu barþjón­ar lands­ins hafa sett á svið.

Þau nota inn­blást­ur frá heimi list­ar­inn­ar og tísku til að gera lúx­us­drykk í Iðnó og dóm­ar­ar og gest­ir munu meta heild­ar­upp­lif­un­ina á hverj­um bar,“ seg­ir Sól­ey Kristjáns­dótt­ir vörumerkja­stjóri hjá Ölgerðinni sem held­ur utan um keppn­ina.

Viðburður stend­ur yfir í dag, mámnu­dag­inn 12. maí frá klukk­an 16-18:30 í IÐNÓ og all­ir eru vel­komn­ir að upp­lifa þenn­an viðburð. Yf­ir­dóm­ari er Tim Phil­ips-Johans­son, sig­ur­veg­ari World Class-keppn­inn­ar árið 2012 og mik­ilsvirt­ur barþjónn sem vinn­ur nú fyr­ir Johnnie Wal­ker á alþjóðavett­vangi.

Í kvöld klukk­an 21.00 verða úr­slit­in til­kynnt á kokteil­barn­um Jungle, það er að segja hverj­ir þrír verða efstir og keppa í Iðnó á morg­un.

Þetta þurfa þrír efstu að gera

Þrír efstu kepp­end­ur fá óvissu­box með hrá­efn­um sem þeir vita ekki hver eru fyr­ir­fram og sú at­laga hefst klukk­an 18:30, á morg­un, þriðju­dag­inn 13. maí.

Klukk­an 20:00 hefst síðan æsispenn­andi hraðakeppni uppi á sviði þar sem kepp­end­ur þurfa að reiða fram 6 ólíka kokteila á 6 mín­út­um og þurfa þeir að sjálf­sögðu all­ir að vera af­burða fal­leg­ir og bragðgóðir.

World Class-barþjóna­keppn­in ýtir barþjón­um út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og hef­ur án efa verið mik­il lyfti­stöng fyr­ir brans­ann síðan við hóf­um þátt­töku árið 2016. Lönd­in sem taka þátt þurfa að upp­fylla ákveðin gæðamark­mið í kokteil­menn­ingu til að geta tekið þátt og Ísland náði á verðlaunap­all síðast á meðal topp 10 bestu barþjóna heims í Sao Pau­lo 2023,“ seg­ir Sól­ey sem er orðin full til­hlökk­un­ar til að fylgj­ast með keppn­inni.

Stóra keppn­in fer fram í Toronto, Kan­ada í haust og Ísland tek­ur þátt annað hvert ár. Það verður spenn­andi að sjá hver fer fyr­ir Íslands hönd í ár.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert