Mikil vinna að baki en vel þess virði

Bleika kaffihúsið Staðurinn er fimm ára um þessar mundir. Mæðgurnar …
Bleika kaffihúsið Staðurinn er fimm ára um þessar mundir. Mæðgurnar Helena Guðmundsdóttir, Karolína og Þórunn reka Sykurverk. mbl.isMargrét Þóra

Kaffi­húsið Syk­ur­verk á Ak­ur­eyri fagn­ar 5 ára af­mæli, föstu­dag­inn 16. maí næst­kom­andi. Mæðgurn­ar Helena Guðmunds­dótt­ir, Karólína og Þór­unn reka Syk­ur­verk sam­an. 

„Við leggj­um mikla áherslu á að bjóða aðeins gæðahrá­efni, allt er bakað á staðnum eft­ir dýr­mæt­um upp­skrift­um frá mömmu og ömm­um sem við höf­um út­fært eft­ir okk­ar höfði, þannig að allt sem við bjóðum upp á er eins og heima­gert,“ seg­ir Helena Guðmunds­dótt­ir, sem ásamt dætr­um sín­um Karolínu og Þór­unni rek­ur kaffi­húsið Syk­ur­verk á Ak­ur­eyri, en það verður fimm ára næsta föstu­dag, 16. maí.

Helena seg­ir að vissu­lega sé ekki auðvelt að koma fyr­ir­tæki um rekst­ur kaffi­húss og veit­inga­sölu í gang og það hafi kostað gríðar­mikla vinnu. Það sé þó þess virði og rekst­ur­inn hafi eflst og dafnað með ár­un­um. „Við opnuðum í miðjum kór­ónu­veirufar­aldri,“ bæt­ir hún við. „Síðan hef­ur allt verið upp á við og rekst­ur­inn blómstr­ar.“

Þetta vatt upp á sig

Frá því í des­em­ber 2021 hef­ur verið til húsa að Strand­götu 3, í hjarta Ak­ur­eyr­ar, og þar kunna þær mæðgur vel við sig. Þegar þær fóru af stað var ætl­un­in að ein­beita sér að veisluþjón­ustu en Karolína hafði verið að spreyta sig í köku­skreyt­ing­um í til­efni af fæðingu dótt­ur sinn­ar. Með góðum ár­angri, kök­urn­ar slógu í gegn, magnið jókst og mamm­an var kölluð til, til að aðstoða, og syst­ir­in líka.

„Það var gam­an hjá okk­ur, gef­andi sam­vera, góðar kök­ur og ánægðir viðskipta­vin­ir. Þannig að þetta vatt upp á sig og endaði með því að við stofnuðum fyr­ir­tækið Syk­ur­verk. Nafnið er dregið af upp­run­an­um, syk­urlista­verk­um,“ seg­ir Helena.

Ein­mitt á þeim tíma sem dæt­urn­ar fengu hug­mynd­ina um að stofna kaffi­húsið var hún að hætta sem dag­for­eldri eft­ir 20 ára starf. „Ég var ekki kom­in með nýtt starf og hafði í eina tíð látið mig dreyma um að opna kaffi­hús. Það tók því ekki lang­an tíma að hoppa um borð í vagn­inn með stelp­un­um,“ seg­ir Helena.

Ein af tertunum sem Sykurverk hefur galdrað fram.
Ein af tert­un­um sem Syk­ur­verk hef­ur galdrað fram. Ljós­mynd/​Mar­grét Þóra Þórs­dótt­ir

Kaffi­hús og veisluþjón­usta

Mæðgurn­ar bjóða bæði veisluþjón­ustu og reka kaffi­hús. Hvort tveggja geng­ur vel. Kaffi­húsið býður upp á fjöl­breytt úr­val af kök­um og brauðrétt­um, en er einnig þekkt fyr­ir girni­leg­ar pönnu­kök­ur, eða crepes, með mis­mun­andi inni­haldi. „Við sjá­um aldrei eft­ir að hafa opnað kaffi­húsið, það er orðið stór þátt­ur í lífi margra bæj­ar­búa að koma hér við og njóta veit­inga í huggu­legu um­hverfi. Það þykir mörg­um ómiss­andi að koma hér við í bæj­ar­ferðum og njóta stund­ar­inn­ar yfir góðum veit­ing­um,“ seg­ir Helena.

Hund­ar vel­komn­ir

Fyr­ir um einu og hálfu ári var sú ákvörðun tek­in að bjóða hunda vel­komna á kaffi­húsið og hef­ur það gengið vel. Þær fengu í fyrra leyfi frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Norður­lands til að taka á móti hund­um.

„Það er gott að vera með öll leyfi á hreinu,“ seg­ir Helena og bæt­ir við að til séu á staðnum veit­ing­ar við hæfi hund­anna, enda ekki hægt að skilja besta vin­inn út und­an meðan eig­and­inn gæðir sér á kökusneið.

Til stend­ur að fagna fimm ára af­mæl­inu um kom­andi helgi. „Við ætl­um að hafa gam­an og gleðin verður í fyr­ir­rúmi auk þess sem til­boð verða í gangi,“ seg­ir Helena.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert