„Aldrei séð mann taka jafn hraustlega til matar síns“

Vestmannaeyjingurinn knái, Sigurgeir Jónsson, deilir með lesendum sinni uppáhaldsuppskrift að …
Vestmannaeyjingurinn knái, Sigurgeir Jónsson, deilir með lesendum sinni uppáhaldsuppskrift að fiskrétti, sem ber heitið Javor-fiskur. Samsett mynd

Vest­manna­ey­ing­ur­inn Sig­ur­geir Jóns­son er iðinn við mat­ar­gerðina og bakst­ur­inn þrátt fyr­ir háan ald­ur, en hann er 83 ára gam­all og hef­ur mikið dá­læti af því að dunda sér í eld­hús­inu. Hann hef­ur gefið les­end­um Mat­ar­vefs­ins nokkr­ar upp­skrift­ir úr smiðju sinni að und­an­förnu og nú ætl­ar hann að deila upp­skrift að sín­um upp­á­halds­fisk­rétti.

Hér er á ferðinni fisk­rétt­ur sem ber heitið Javor-fisk­ur og Sig­ur­geir ligg­ur á skemmti­legri sögu bak við nafnið á rétt­in­um.

„Fyr­ir liðlega tveim­ur ára­tug­um gaukaði Grím­ur kokk­ur, sá mikli mat­ar­gerðar­meist­ari, að mér upp­skrift sem hét Fisk­ur í Kaj P-sósu. Hún var mjög ein­föld og ég prófaði hana við góðar und­ir­tekt­ir og síðan hef­ur þetta verið nokkuð fast­ur liður á mat­seðlin­um hér og ekki hvað síst í upp­á­haldi hjá barna­börn­un­um,“ seg­ir Sig­ur­geir dreym­inn á svip.

Búlgar­inn tók hraust­lega til mat­ar síns

„Svo gerðist það fyr­ir nokkr­um árum að dótt­ir mín og tengda­son­ur komu í heim­sókn til Eyja og með þeim búlgarsk­ur vin­ur þeirra, Javor að nafni, sem þau höfðu kynnst í námi sínu í Englandi. Þeim var að sjálf­sögðu boðið í mat og eldað vel af áður­nefnd­um fisk­rétti eða um tvö kíló. Og ég held ég hafi aldrei séð mann taka jafn hraust­lega til mat­ar síns og þenn­an Búlgara.

Hann hætti ekki fyrr en allt var búið af fat­inu og sagði síðan að þetta væri besti fisk­ur sem hann hefði nokkru sinni fengið. Mér sýnd­ist sem hann hefði torgað vel ríf­lega hálfu kílói ásamt kart­öfl­um og græn­meti. Eft­ir þetta var nafni upp­skrift­ar­inn­ar breytt og heit­ir hún síðan Javor-fisk­ur.

Upp­haf­lega var stein­bít­ur í upp­skrift­inni en ég hef síðan prófað bæði þorsk og löngu og mér finnst lang­an best enda úr­vals mat­fisk­ur. En nú hef­ur sá fisk­ur verið ófá­an­leg­ur í Vest­manna­eyj­um það sem af er ár­inu en ég á von á að úr ræt­ist á næst­unni,“ seg­ir Sig­ur­geir vongóður.

Fisk­rétt­inn gerði hann á dög­un­um fyr­ir gesti sem komu frá Reykja­vík og viðtök­urn­ar voru eins og hefð er fyr­ir.

„Eins og venju­lega kláraðist allt og fugl­arn­ir, sem einnig halda upp á þenn­an mat, urðu að láta sér nægja af­gang­inn af kart­öfl­un­um,“ seg­ir Sig­ur­geir og glott­ir.

Fiskrétturinn Javor úr smiðju Sigurgeirs.
Fisk­rétt­ur­inn Javor úr smiðju Sig­ur­geirs. Ljós­mynd/​Jarl Sig­ur­geirs­son

„Aldrei séð mann taka jafn hraustlega til matar síns“

Vista Prenta

Javor-fisk­ur

Fyr­ir 2

  • 500 g fisk­flök (langa, stein­bít­ur eða þorsk­ur – lang­an er best)
  • Kaj P grillol­ía (orig­inal)
  • Svart­ur pip­ar eft­ir smekk
  • 3-4 dl rjómi

Aðferði:

  1. Skerið stein­bíts­flök­in í hæfi­lega bita. 
  2. Kryddið með svört­um pip­ar eða sítr­ónupip­ar og hellið grillol­í­unni yfir. 
  3. Látið marín­er­ast í einn til tvo tíma. 
  4. Snögg­steikið bit­ana í olíu á báðum hliðum á vel heitri pönnu. 
  5. Setjið fisk­inn í eld­fast fat.
  6. Hellið rjóma á pönn­una og smá­veg­is af grillol­í­unni til að búa til sósu.
  7. Hrærið sam­an og látið smá­sjóða í 2-3 mín­út­ur.
  8. Hellið síðan yfir fisk­inn og bakið í 180°C heit­um ofni í um það bil 10-12 mín­út­ur.
  9. Gott er að hafa rösti-kart­öfl­ur með, ásamt steikt­um svepp­um og rauðlauk en einnig má bera hann fram á ein­falda mát­ann og hafa soðnar kart­öfl­ur og hrásal­at.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert