Bæjarins Beztu Pylsur beint heim að dyrum

Baldur Ingi Halldórsson, eigandi Bæjarins Beztu Pylsur og Jóhann Helgason …
Baldur Ingi Halldórsson, eigandi Bæjarins Beztu Pylsur og Jóhann Helgason forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi og við undirritun samstarfssamningins með tvær með öllu við hönd. Ljósmynd/Aðsend

er hægt að fá Bæj­ar­ins Beztu Pyls­ur send­ar beint heim að dyr­um í gegn­um Wolt. Þá er um að ræða hvar sem er í Reykja­vík og Reykja­nes­bæ að því fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá heimsend­ing­arþjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu Wolt.

Bæj­ar­ins Beztu hafa í ára­tugi verið ómiss­andi hluti af ís­lenskri götumat­ar­menn­ingu og boðið upp á pyls­ur með vandaðri sam­setn­ingu af steikt­um lauk, hrá­um lauk, tóm­atsósu, sinn­epi og remúlaði.

Him­in­lif­andi með að vera kom­in í sam­starf

„Þær eru æðis­leg­ar og þetta er fljót­leg og þægi­leg leið til að njóta þeirra,“ seg­ir Jó­hann Helga­son, for­stöðumaður viðskipt­a­stýr­ing­ar hjá Wolt á Íslandi.

„Við erum him­in­lif­andi að vera kom­in í sam­starf með Bæj­ar­ins Beztu og geta fært enn fleiri viðskipta­vin­um eina með öllu, hvort sem um ræðir heima­mann sem vill eitt­hvað klass­ískt eða ferðamann sem leit­ast eft­ir að njóta upp­á­halds skyndi­bita Íslend­inga,bæt­ir Jó­hann við.

Viðskipta­vin­ir í Reykja­vík og Reykja­nes­bæ geta núna pantað með Wolt-app­inu eða á vefsíðunni og skoðað úr­val pylsa, meðlæt­is og drykkja hjá Bæj­ar­ins Beztu. Sam­tals er um að ræða níu staði í Reykja­vík og einn í Reykja­nes­bæ, sem eru aðgengi­leg­ir í gegn­um Wolt-appið.

Fyr­ir­tækið Bæj­ar­ins Beztu Pyls­ur var stofnað árið 1937 og er fræg­asti pylsu­vagn Íslands sem þjón­ust­ar goðsagna­kennd­ar pyls­ur til heima­manna og ferðamanna. Pyls­urn­ar bera nafn með rentu, að vera þær beztu í bæn­um, en það hef­ur verið margsannað í gegn­um tíðina af ótelj­andi ánægðum viðskipta­vin­um, þar með talið frægu fólki, heims­leiðtog­um, mat­ar­sér­fræðing­um og alls kon­ar fólki, um all­an heim.

„Þeir sem eru í góðum gír geta nú einnig nýtt sér sér­til­boð hjá Bæj­ar­ins Beztu í gegn­um Wolt, sem eru kjör­in lausn í góðu veðri, eða jafn­vel veisl­ur eins og ferm­ing­ar eða út­skrift­ir,“ seg­ir Jó­hann enn frem­ur.

Boðið er upp á þrjú mis­mun­andi til­boð:

  • Til­boð A inni­held­ur þrjár pyls­ur, drykk og Prins Póló á 2750 kr.
  • Til­boð B er sex pyls­ur og 4 gos á 4.600 kr.
  • Að lok­um er boðið upp á Til­boð C sem er sann­kallaður veislupakki: 20 pyls­ur fyr­ir 9999 kr.

Það síðast­nefnda hent­ar sér­stak­lega vel fyr­ir stór­ar sam­kom­ur eða þegar veðrið kall­ar á að njóta pylsu­veislu með góðu fólki.

Hef­ur trölla­trú á heimsend­ing­ar­markaðinum

„Ég hef trölla­trú á heimsend­ing­ar­markaðinum,“ seg­ir Bald­ur Ingi Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Bæj­ar­ins Beztu Pyls­ur.

„Við unn­um náið með Wolt-teym­inu til að finna réttu leiðina til þess að ferja pyls­urn­ar og erum glöð að til­kynna að pok­arn­ir sem við not­umst við hafa virkað ótrú­lega vel. Þeir gera það að verk­um að pyls­urn­ar eru næst­um jafn góðar heima fyr­ir og beint úr vagn­in­um. Við erum ótrú­lega ánægð að fólk geti nú borðað bestu pyls­ur bæj­ar­ins nán­ast hvar sem það er staðsett.“

Hafa þróað tækni­leg­ar lausn­ir til verks­ins

Wolt hóf starf­semi á Íslandi í maí 2023 og á Ak­ur­eyri 20. mars 2024. Höfuðstöðvar tæknifyr­ir­tæk­is­ins Wolt eru í Hels­inki og ger­ir fyr­ir­tækið viðskipta­vin­um sín­um auðvelt að upp­götva bestu veit­ingastaðina, versl­an­ir í nærum­hverf­inu og mat­vöru sem hægt er að panta og fá heimsent til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja.

Til að gera þetta mögu­legt hef­ur Wolt þróað tækni­leg­ar lausn­ir fyr­ir allt frá flæðistjórn­un, versl­un­ar­hug­búnað og greiðslu­lausn­um til rekst­urs mat­vöru­versl­ana eins og Wolt Mar­ket. Wolt var stofnað 2014 og keypt af Door­Dash 2022. Door­Dash rek­ur starf­semi í 32 lönd­um og er Wolt með starf­semi í 28 af þeim lönd­um.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert