Tryllt kombó með pylsum og bökuðum baunum

Nýjasta hugmynd Berglindar Hreiðars er að skella saman pylsu og …
Nýjasta hugmynd Berglindar Hreiðars er að skella saman pylsu og bökuðum baunum í pylsubrauð og baka í ofni - tryllingsleg samsetning. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Ef þú hef­ur mikið dá­læti af pyls­um og bökuðum baun­um þá er þetta eitt­hvað fyr­ir þig. Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar er alltaf að toppa sig með girni­leg­um rétt­um sem er sára­ein­falt að gera og í þessu til­viki var hún að gleðja eig­in­mann sinn.

Hann langaði svo í pylsu með bökuðum baun­um svo hún setti saman þessa pylsu með bökuðum baun­um og gerði að sinni. Þetta er tryll­ings­legt kom­bó að setja sam­an og ein­hverj­ir eiga eft­ir að gleðjast yfir þess­ari sam­setn­ingu. Sjáið þetta hjá Berg­lindi í mynd­band­inu.

Tryllt kombó með pylsum og bökuðum baunum

Vista Prenta

Ofn­bakaðar pyls­ur með bökuðum baun­um

Fyr­ir 4 pyls­ur

  • 4 pylsu­brauð
  • 4 pyls­ur
  • Heinz mild yellow sinn­ep
  • 1 dós Heinz bakaðar baun­ir (415 g)
  • Rif­inn ost­ur
  • ½ rauðlauk­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Opnið pylsu­brauðin vel og raðið í eld­fast mót eða ofnskúffu.
  3. Smyrjið að inn­an með þunnu lagi af sinn­epi.
  4. Leggið næst pylsu í hvert brauð og skiptið dós­inni af bökuðu baun­un­um síðan niður í þess­ar 4 pyls­ur.
  5. Setjið rif­inn ost yfir hverja og bakið í ofn­in­um í um 15 mín­út­ur.
  6. Toppið með söxuðum rauðlauk og meira sinn­epi þegar úr ofn­in­um er komið.
  7. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert