Nýjustu straumarnir í bakstri

Daníel H. Rúnarsson hjá Danól og Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari …
Daníel H. Rúnarsson hjá Danól og Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditori hjá Danól bera kræsingarnar augum. Ljósmynd/Aðsend

Fær­ustu er­lendu sér­fræðing­ar á sviði bak­ara­grein­ar­inn­ar kynntu næstu kyn­slóð bak­ara helstu nýj­ung­ar og tækni í bakstri á nám­skeiði á dög­un­um.

Í fjöl­breyttri vinnu­stofu gáfu konditor­meist­ar­ar og sér­fræðing­ar frá þýsku fyr­ir­tækj­un­um Ireks og Dreidopp­el nem­end­um í Hót­el- og mat­væla­skól­anum í Kópa­vogi inn­sýn í strauma, stefn­ur og tækni, allt frá þróun nýrra bragðteg­unda til út­færslu á nú­tíma­leg­um kök­um og brauðmeti.

„Að fá slíka sér­fræðinga til okk­ar er ein­stakt tæki­færi fyr­ir nem­end­ur að læra af þeim bestu í grein­inni. Slík tengsl við alþjóðlega markaði og nýj­ustu strauma skipta miklu máli fyr­ir framtíð þeirra í fag­inu,“ sagði Daní­el Helgi Rún­ars­son, vörumerkja­stjóri hjá Danól, sem stóð fyr­ir vinnu­stof­unni.

Guðrún Erla kann sitt fag vel og er hér að …
Guðrún Erla kann sitt fag vel og er hér að sína nem­end­um list­ir sín­ar í fag­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Settu sterk­an svip á vinnu­stof­una

Ný hrá­efni og aðferðir und­ir leiðsögn sér­fræðing­anna settu sterk­an svip á vinnu­stof­una þar sem bak­ar­ar framtíðar­inn­ar fengu ein­stakt tæki­færi til að kynn­ast fróðleik um hrá­efni, sam­setn­ingu bragða og hvernig nýj­ar aðferðir geta bætt gæði og út­lit bakst­ur­svara.

„Nem­end­urn­ir stóðu sig frá­bær­lega, sýndu mik­inn áhuga og hjálpuðu til við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd nám­skeiðsins. Stemn­ing­in var létt og lær­dóms­rík – all­ir fóru heim með nýja þekk­ingu og inn­blást­ur. Eft­ir að nám­skeiðinu lauk komu marg­ir gest­ir í heim­sókn til að skoða afrakst­ur­inn og hitta konditor­inn.

Þetta var stór­kost­leg­ur viðburður sem und­ir­strik­ar hversu mik­il­væg sam­vinna skóla og at­vinnu­lífs er. Slík verk­efni dýpka skiln­ing nem­enda á fag­inu, opna augu þeirra fyr­ir framtíðar­tæki­fær­um og styrkja tengsl­in milli náms og starfs,“ seg­ir Árni Þor­varðar­son bak­ara­meist­ar­inn og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi.

Sandkaka skreytt með ítölskum marens.
Sand­kaka skreytt með ít­ölsk­um mar­ens. Ljós­mynd/​Aðsend

Eld­móður og áhugi rík­ir hjá ís­lensk­um bak­ara­nem­um

„Þetta var afar ánægju­leg vinnu­stofa og það gladdi okk­ur mjög að sjá eld­móðinn og áhug­ann sem rík­ir hjá ís­lensk­um bak­ara­nem­um, sem eru svo sann­ar­lega til­bún­ir til að standa í far­ar­broddi grein­ar sinn­ar, ís­lensk­um neyt­end­um til ánægju og heilla,“ seg­ir Rene Kri­stof­fer­sen, bak­ari og sér­fræðing­ur hjá Ireks. Hann þekk­ir ís­lenska markaðinn vel, enda þjón­ustað hann í yfir ald­ar­fjórðung.

Trine fer yfir hráefni frá Dreidoppel með nemendum.
Trine fer yfir hrá­efni frá Dreidopp­el með nem­end­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Danól legg­ur mikla áherslu á að stuðla að framþróun í bak­araiðninni og tel­ur slíkt sam­starf dýr­mætt fyr­ir nem­end­ur og næstu kyn­slóðir bak­ara.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert