Uppáhaldssumarsalatið er með vatnsmelónu, myntu og fetaosti

Dýrðleg vatnsmelónusalat með myntu og fetaosti sem á svo vel …
Dýrðleg vatnsmelónusalat með myntu og fetaosti sem á svo vel á sumrin. Ljósmynd/Aðsend

Eitt af mín­um upp­á­halds­sum­arsalöt­um er þetta vatns­mel­ónu­sal­at með myntu og feta­osti. Mynta og mel­óna passa svo vel sam­an og eiga vel við þegar sól­in skín. Það þarf ekki mörg hrá­efni í þetta sal­at og síðan er líka sára­ein­falt að gera það. Sal­atið er fal­legt og gam­an að bera það fram.

Ég kaupi mikið af myntu fyr­ir sum­ar­tím­ann, nýti í þetta sal­at og líka út í sóda­vatnið. Sá drykk­ur sem mér finnst mest svalandi að njóta í hita er ískalt sóda­vatn með myntu og límónusneiðum.

Myntan er fersk og bragðgóð og líka falleg til að …
Mynt­an er fersk og bragðgóð og líka fal­leg til að skreyta með. Ljós­mynd/​Aðsend

Uppáhaldssumarsalatið er með vatnsmelónu, myntu og fetaosti

Vista Prenta

Vatns­mel­ónu­sal­at með myntu og feta­osti

  • 1 vatns­mel­óna, skor­in í munn­bita
  • 15 ml sítr­ónusafi (safi úr 1 meðal­stórri sítr­ónu)
  • Sítr­ónu­börk­ur rif­inn niður, eft­ir smekk
  • 10 g fersk VAXA mynta, gróf­lega söxuð (aðeins meira til skrauts)
  • 45 ml ólífu­olía (gott að dreifa aðeins auka yfir í lok­in)
  • Salt og fersk­malaður svart­ur pip­ar, eft­ir smekk
  • 110 g feta­ost­ur
  • Val­kvætt – Eitt box af VAXA kletta­sal­ati. Mjög gott að bæta við kletta­sal­ati fyr­ir meira bragð.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera vatns­mel­ón­una í hæfi­lega stóra bita sem passa vel í sal­at.
  2. Setjið síðan vatns­mel­ónu­bit­ana í stóra skál.
  3. Rífið niður sítr­ónu­börk­inn með rif­járni.
  4. Hellið sítr­ónusafa og helm­ingn­um af börkn­um sam­an við mel­ónu­bit­ana. Gott þó að smakka til svo sal­atið verði ekki of súrt.
  5. Bætið við söxuðu mynt­unni, gott að eiga nokk­ur lauf eft­ir í lok­in fyr­ir skraut, ólífu­olí­unni og kletta­sal­ati ef það er notað.
  6. Blandið öllu var­lega sam­an þar til mynt­an og olí­an dreif­ist yfir mel­ónu­bit­ana.
  7. Kryddið létt með salti og pip­ar, munið að feta­ost­ur­inn bæt­ir við salti svo verið spar á saltið yfir sal­atið.
  8. Setjið sal­atið á fal­legt fat eða í stóra skál, dreifðu fal­lega úr því.
  9. Myljið síðan feta­ostkubb­inn yfir.
  10. Stráið rest­inni af sítr­ónu­berk­in­um og mynt­unni yfir.
  11. Einnig er gott að smakka til og bæta við ólífu­olíu og svört­um pip­ar eft­ir smekk.
  12. Berið strax fram og njótið með því sem hug­ur­inn girn­ist.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert