„Nýi sumarseðillinn er sannkallað hnossgæti“

Leifur Kolbeinsson á La Primavera hefur veg og vanda af …
Leifur Kolbeinsson á La Primavera hefur veg og vanda af rekstri veitingastaðiarins Hnoss og hefur nú sett saman nýjan sumarmatseðill fyrir brönsinn. mbl.is/Árni Sæberg

Hnoss Bistro á jarðhæð Hörpu er fyr­ir löngu orðinn fast­ur punkt­ur í ís­lenskri veit­inga­húsa­flóru. Leif­ur Kol­beins­son á La Prima­vera hef­ur veg og vanda af rekstri Hnoss og mat­seld­inni sem hef­ur slegið í gegn hjá Íslend­ing­um og er­lend­um gest­um Hörpu.

Skemmst er að minn­ast sam­starfs Leifs og Lucas­ar Kell­er á Coocoo’s Nest sem vakti verðskuldaða at­hygli. Þar var fram­reidd­ur bröns í hlaðborðsformi með sí­gild­um rétt­um af hinum rómaða Coocoo’s Nest.

Sum­ar­hnoss skal það vera

Nú þegar sum­arið er gengið í garð hef­ur Leif­ur ásamt kokkat­eymi sínu sett sam­an nýj­an sum­arseðil sem hef­ur fengið nafnið „Sum­ar­hnoss“ og kenn­ir þar ým­issa girni­legra grasa. Í stað hlaðborðsforms­ins þá er Sum­ar­hnoss í a’la carte-formi. Sjálf­ur „Brönsplatt­inn“ er í aðal­hlut­verki á seðlin­um en einnig er í boði „Veg­an-brönsplatti“ og „Barna-brönsplatti“.

Nýr sumarseðill „Sumarhnoss“ hefur lítið dagsins ljós á Hnoss. Í …
Nýr sum­arseðill „Sum­ar­hnoss“ hef­ur lítið dags­ins ljós á Hnoss. Í stað hlaðborðsforms­ins þá er Sum­ar­hnoss í a’la carte-formi. Ljós­mynd/​Aðsend

„VIð erum kom­in í sum­arskap, það er ekk­ert flókið. Okk­ur finnst alltaf gam­an að fagna sumr­inu með nýj­um og fersk­um rétt­um og nýi sum­arseðill­inn er að okk­ar mati fjöl­breytt­ur og frá­bær,“ seg­ir Leif­ur og bæt­ir við: „Nýi sum­arseðill­inn er sann­kallað hnoss­gæti og við von­um að hann muni hitta í mark. Sum­ar­hnoss inni­held­ur m.a. spenn­andi sum­arsal­at, Egg Bene­dikt í þrem­ur út­færsl­um, belg­ísk­ar vöffl­ur og þeytt skyr.

Egg Benedikt er hægt að fá í þremur útfærslum.
Egg Bene­dikt er hægt að fá í þrem­ur út­færsl­um. Ljós­mynd/​Aðsend

En rús­ín­an í pylsu­end­an­um er Mimos­an á Hnoss, hún verður á sér­stöku sum­ar­verði og einnig verður mat­ar­gest­um boðið upp á að gera sína eig­in Mimosu en þá mæt­ir ein­fald­lega flaska af Picc­ini ásamt app­el­sínusafa á borðið,“ seg­ir Leif­ur enn frem­ur.

Réttirnir eru hver öðrum fallegri og fanga augað.
Rétt­irn­ir eru hver öðrum fal­legri og fanga augað. Ljós­mynd/​Aðsend

Fyr­ir áhuga­sama er hægt að sjá meira hér.

Girnilegir brönsdiskarnir á Hnoss.
Girni­leg­ir bröns­disk­arn­ir á Hnoss. Ljós­mynd/​Aðsend
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
All­ir ættu að finna eitt­hvað við sitt hæfi. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert