Sjáið Önnu Marín búa til guðdómlegt súkkulaðitart

Ómótstæðilega girnilegt súkkulaðitart úr smiðju Önnu Marín.
Ómótstæðilega girnilegt súkkulaðitart úr smiðju Önnu Marín. Ljósmynd/Aðsend

Anna Marín Bents­dótt­ir er snill­ing­ur í eft­ir­rétta­gerð og gerði þetta guðdóm­lega súkkulaðit­art á dög­un­um fyr­ir Ljúfa líf, upp­skrift­ar­vef Nóa Síríus, sem bráðnar í munni. Þeir sem elska súkkulaði eiga eft­ir að dýrka þessa tertu, hún bæði ljúf­feng og fal­leg fyr­ir augað.

Freistandi að prófa þessa sneið.
Freist­andi að prófa þessa sneið. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún gerði þetta frá­bæra TikT­ok-mynd­band þar sem hún fer vel yfir hvert skref. Það er upp­lagt að leika list­ina eft­ir mynd­band­inu og gleðja mat­ar­hjartað með ómót­stæðilega góðu súkkulaðit­arti á fal­leg­um rign­ing­ar­degi.

Sjáið Önnu Marín búa til guðdómlegt súkkulaðitart

Vista Prenta

Súkkulaðit­artið henn­ar Önnu Marín

Botn

  • 3 pk. Smash (300 g)
  • 180 g bráðið smjör

Aðferð:

Myljið Smash-súkkulaðið í mat­vinnslu­vél þar til allt er mulið fínt.

  1. Hellið smjör­inu yfir og hrærið þar til allt kem­ur laus­lega sam­an.
  2. Hellið blönd­unni í stórt tart-form með laus­um botni.
  3. Þjappið vel í botn­inn og upp all­ar­hliðar.
  4. Kælið síðan tart-skel­ina og gerið kara­mell­una á meðan.

Salt­kara­mellusósa

  • 220 g syk­ur
  • 120 g vatn
  • 240 g rjómi
  • Klípa af salti

Aðferð:

  1. Setjið sam­an syk­ur og vatn í miðlungs pott og bræðið sam­an yfir lág­um hita. Ekki hræra neitt í blönd­unni en vaktið hana rosa vel.
  2. Hægt og ró­lega á bland­an að byrja að fá smá dekkri lit, lækkið enn meira í hit­an­um og um leið og kara­mell­an verður gull­in­brún þá á að hella rjóm­an­um út í í þrem­ur skömmt­um, og hrærið vel á milli.
  3. Var­ist að kara­mell­an fruss­ist smá upp og það gæti komið smá gufu­ský.
  4. Bætið síðan við klípu af sjáv­ar­salti og sjóðið í auka 3 mínútur við miðlungs hita.
  5. Takið af hit­an­um og hellið í ílát sem þolir hita.
  6. Leyfið blönd­unni síðan að kólna í 15 mín­út­ur og hellið svo í tart-botn­inn og setjið inn í ís­skáp í um það bil 30 mín­út­ur.
  7. Á meðan er gott að byrja á súkkulaðig­anache-inu.

Súkkulaði ganache

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 200 g rjómi
  • 50 g smjör

Aðferð:

  1. Hitið rjómann og smjörið sam­an þar til það kem­ur létt­um suða.
  2. Takið síðan af hit­an­um og bætið súkkulaðinu við og hrærið þar til súkkulaðið hef­ur
  3. bráðnað.
  4. Látið blönd­una kólna í 15 mín­út­ur og hellið síðan yfir kara­mell­una.
  5. Leyfið svo tart­inu að kólna al­veg niður inni í ís­skáp í um það bil 1 1⁄2 til 2 klukku­stund­ir.

Sam­setn­ing:

  1. Best er að taka tartið út 30 mín­út­ur áður en það er borið fram.
  2. Setjið tartið sam­an og endið á súkkulaðinu.
  3. Gott að hafa rjóma til hliðar en tartið er líka ljúf­fengt án hans.
  4. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert