Anna Marín Bentsdóttir er snillingur í eftirréttagerð og gerði þetta guðdómlega súkkulaðitart á dögunum fyrir Ljúfa líf, uppskriftarvef Nóa Síríus, sem bráðnar í munni. Þeir sem elska súkkulaði eiga eftir að dýrka þessa tertu, hún bæði ljúffeng og falleg fyrir augað.
Freistandi að prófa þessa sneið.
Ljósmynd/Aðsend
Hún gerði þetta frábæra TikTok-myndband þar sem hún fer vel yfir hvert skref. Það er upplagt að leika listina eftir myndbandinu og gleðja matarhjartað með ómótstæðilega góðu súkkulaðitarti á fallegum rigningardegi.
Sjáið Önnu Marín búa til guðdómlegt súkkulaðitart
Súkkulaðitartið hennar Önnu Marín
Botn
- 3 pk. Smash (300 g)
- 180 g bráðið smjör
Aðferð:
Myljið Smash-súkkulaðið í matvinnsluvél þar til allt er mulið fínt.
- Hellið smjörinu yfir og hrærið þar til allt kemur lauslega saman.
- Hellið blöndunni í stórt tart-form með lausum botni.
- Þjappið vel í botninn og upp allarhliðar.
- Kælið síðan tart-skelina og gerið karamelluna á meðan.
Saltkaramellusósa
- 220 g sykur
- 120 g vatn
- 240 g rjómi
- Klípa af salti
Aðferð:
- Setjið saman sykur og vatn í miðlungs pott og bræðið saman yfir lágum hita. Ekki hræra neitt í blöndunni en vaktið hana rosa vel.
- Hægt og rólega á blandan að byrja að fá smá dekkri lit, lækkið enn meira í hitanum og um leið og karamellan verður gullinbrún þá á að hella rjómanum út í í þremur skömmtum, og hrærið vel á milli.
- Varist að karamellan frussist smá upp og það gæti komið smá gufuský.
- Bætið síðan við klípu af sjávarsalti og sjóðið í auka 3 mínútur við miðlungs hita.
- Takið af hitanum og hellið í ílát sem þolir hita.
- Leyfið blöndunni síðan að kólna í 15 mínútur og hellið svo í tart-botninn og setjið inn í ísskáp í um það bil 30 mínútur.
- Á meðan er gott að byrja á súkkulaðiganache-inu.
Súkkulaði ganache
- 200 g suðusúkkulaði
- 200 g rjómi
- 50 g smjör
Aðferð:
- Hitið rjómann og smjörið saman þar til það kemur léttum suða.
- Takið síðan af hitanum og bætið súkkulaðinu við og hrærið þar til súkkulaðið hefur
- bráðnað.
- Látið blönduna kólna í 15 mínútur og hellið síðan yfir karamelluna.
- Leyfið svo tartinu að kólna alveg niður inni í ísskáp í um það bil 1 1⁄2 til 2 klukkustundir.
Samsetning:
- Best er að taka tartið út 30 mínútur áður en það er borið fram.
- Setjið tartið saman og endið á súkkulaðinu.
- Gott að hafa rjóma til hliðar en tartið er líka ljúffengt án hans.
- Berið fram og njótið.