Logandi ljúffengar kræsingar

Logandi ljúffengt birtist á þriðjudaginn á mbl.is og fyrsti gestur …
Logandi ljúffengt birtist á þriðjudaginn á mbl.is og fyrsti gestur er Snædis Jónsdóttir sem er margverðlaunaður matreiðslumeistari og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins. mbl.is/Eyþór

Eitt það skemmti­leg­asta við sum­arið er að geta loks­ins dregið grillið út í góða veðrið, mundað grill­tang­irn­ar og eldað ljúf­fenga máltíð á log­andi heitu grill­inu.

Í næstu viku mun Mat­ar­vef­ur mbl.is hefja sýn­ingu á grillþátt­un­um Log­andi ljúf­fengt í sam­starfi við Hag­kaup, Bako Versl­un­ar­tækni, MS, Nóa og Síríus og Sölu­fé­lag garðyrkju­manna. Í þátt­un­um munu frá­bær­ir gest­ir leika list­ir sín­ar á grill­inu, af­hjúpa sín­ar upp­á­halds-grillupp­skrift­ir og gefa góð ráð þegar grill er ann­ars veg­ar.

Það er gaman að hafa fjölbreytni í hráefni þegar grillað …
Það er gam­an að hafa fjöl­breytni í hrá­efni þegar grillað er og gott er að grilla kjöt, fisk, græn­meti og ým­is­legt annað. mbl.is/​Eyþór

Sjöfn Þórðardótt­ir, um­sjón­ar­maður Mat­ar­vefs mbl.is, stýr­ir Log­andi ljúf­fengt en hún er mik­ill grill­ari, sér­stak­lega á sumr­in. „Mig lang­ar alltaf að grilla þegar sól­in skín og það er hægt að grilla svo miklu meira en fólk held­ur. Fjöl­breytn­in er óþrjót­andi, til að mynda má bjóða upp á grillaða for­rétti, létta smá­rétti, græn­meti, og meira að segja má grilla osta og bera fram á ein­fald­an og skemmti­leg­an hátt. Það er annað bragð og áferð þegar þessi hrá­efni eru grilluð og það er líka hægt að leika sér með fram­setn­ing­una. Svo finnst mér gam­an að grilla ávexti og bera þá fram með ís, heit­um sós­um og öðru góðgæti sem gleður bæði auga og munn. Það þarf ekki alltaf að vera steik.“

Sjöfn Þórðardóttir stýrir nýjum grillþætti á mbl.is sem ber nafnið …
Sjöfn Þórðardótt­ir stýr­ir nýj­um grillþætti á mbl.is sem ber nafnið Log­andi ljúf­fengt en sjálf er hún mik­ill grill­ari, sér­stak­lega á sumr­in. mbl.is/​Karítas

Upp­lif­un og gæði í Hag­kaup

Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaup, seg­ir að grill­sum­arið legg­ist afar vel í sig og aðra hjá Hag­kaup. „Við finn­um fyr­ir mik­illi stemn­ingu og eft­ir­vænt­ingu meðal viðskipta­vina sem eru að und­ir­búa sig fyr­ir sum­arið. Log­andi ljúf­fengt grillþætt­irn­ir eru frá­bær vett­vang­ur til að deila hug­mynd­um, inn­blæstri og góðum grillupp­lif­un­um. Þetta fell­ur mjög vel að okk­ar stefnu að bjóða upp á allt á ein­um stað og skapa upp­lif­un sem viðskipta­vin­ir muna eft­ir.

Vöru­úr­valið er bæði fjöl­breytt og spenn­andi hjá Hag­kaup og við leggj­um mikið upp úr fersk­leika og gæðum enda spann­ar úr­val okk­ar allt frá hágæða kjöti, fisk­meti og til­bún­um grill­rétt­um yfir í alls kyns sós­ur, meðlæti og ferskt græn­meti. Við fylgj­umst vel með straum­um og stefn­um og reyn­um alltaf að vera skrefi á und­an.“

Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaup, finnur fyrir mikilli …
Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaup, finn­ur fyr­ir mik­illi stemn­ingu og eft­ir­vænt­ingu meðal viðskipta­vina sem eru að und­ir­búa sig fyr­ir sum­arið. Ljós­mynd/​Aðsend

„Svo gleym­ist oft hvað góðir fylgi­hlut­ir skipta miklu máli en við höf­um allt frá grilltöng­um og hita­mæl­um yfir í kol, kveikjara, krydd og ým­is­legt fleira. Það er hægt að koma í Hag­kaup og ganga út til­bú­in í sum­ar­grillið, með allt á ein­um stað. Við vilj­um að fólk upp­lifi Hag­kaup sem fyrsta val þegar kem­ur að því að und­ir­búa góðar og bragðmikl­ar stund­ir með sín­um nán­ustu og það ger­um við með fjöl­breyttu vöru­úr­vali og gæðum.“

Það þarf ekki alltaf að vera steik á grillinu því …
Það þarf ekki alltaf að vera steik á grill­inu því það er mjög gott að grilla ís­lenskt græn­meti sem og annað. mbl.is/​Eyþór

Góðar hug­mynd­ir á grill­inu

Sjöfn tal­ar um að hún sé þegar byrjuð grilla enda er fátt gleðilegra í henn­ar huga en að bjóða í grillpartý og prófa eitt­hvað nýtt. „Við fjöl­skyld­an reyn­um að nýta alla góðviðris­daga til þess að eiga sam­an gæðastund­ir í garðinum þar sem við grill­um, bök­um sam­an pítsur og ger­um vel við okk­ur í mat og drykk. Það er líka svo gam­an að fá góða gesti í heim­sókn í garðinn til að gefa okk­ur nýj­ar hug­mynd­ir að grill­rétt­um, fá góð ráð þegar grillað er og jafn­vel flétta ofan af ein­hverj­um leynd­ar­dóm­um þegar grill er ann­ars veg­ar,“ seg­ir Sjöfn og bæt­ir við að áhorf­end­ur eigi von á góðu við áhorf á Log­andi ljúf­fengt.

„Fyrst og fremst lang­ar mig til að deila með áhorf­end­um góðum hug­mynd­um að rétt­um sem all­ir geta gert, auðga matarflór­una sem hægt er að galdra fram á grill­inu og gefa þeim góð grill­ráð. Og vit­an­lega að skemmta þeim um leið.

Gest­ir okk­ar munu all­ir bjóða upp á log­andi ljúf­feng­ar kræs­ing­ar, hver með sínu nefi, sem við öll eig­um að geta leikið eft­ir. Við vit­um að mat­ur er manns­ins meg­in og þegar við eig­um von á gest­um er ávallt gam­an að gleðja þá með gegn­um mat­ar­hjartað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert