Heimalagaða guacamole sem rífur í

Ferskt guacamole sem rífur í og er fáranlega auðvelt að …
Ferskt guacamole sem rífur í og er fáranlega auðvelt að búa til. Ekta fyrir næsta næsta grillpartí. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hver elsk­ar ekki ferskt guaca­mole sem ríf­ur í? Berg­lind Hreiðar hjá Gotte­rí og ger­sem­ar er með æði fyr­ir sterku guaca­mole og er búin að þróa sína upp­á­halds­upp­skrift sem hún deildi með fylgj­end­um sín­um á dög­un­um. Það er vel hægt að mæla þessa gleði og það er hægt að bera guaca­mole með alls kon­ar rétt­um, ekki bara mexí­kósk­um.

Svo er það líka svo gott með snakki og smá­rétt­um. Ég mæli með því að þið prófið og búið til ykk­ar eigið guaca­mole, það er svo miklu betra.

Heima­lagaða guaca­mole sem ríf­ur í

Vista Prenta

Sterkt guaca­mole

  • 5-6 lít­il avóka­dó (í neti)
  • 150 g piccolo tóm­at­ar
  • ½ rauðlauk­ur
  • 1 lúka kórí­and­er
  • 1 límóna (saf­inn)
  • 2 msk. Tabasco sósa
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Stappið avóka­dó, skerið niður tóm­ata og saxið lauk og kórí­and­er.
  2. Setjið allt sam­an í skál, kreistið límónu yfir og blandið sam­an með Tabasco-sós­unni og kryddi eft­ir smekk.
  3. Njótið með nachos-flög­um eða öðru sem hug­ur­inn girn­ist.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert