Bauð upp á skynjunarferð um kaffiræktarsvæði Indlands

Margir kaffiunnendur mættu til leiks hjá indverska sendiherranum og fengu …
Margir kaffiunnendur mættu til leiks hjá indverska sendiherranum og fengu smakk á kaffinu frá Indlandi. Samsett mynd

Ind­verska sendi­ráðið bauð upp á glæsi­legt kaffi­boð á dög­un­um þar sem ind­verskt kaffi var kynnt til leiks. Gest­um gafst ein­stakt tæki­færi til að kynn­ast ind­versku kaffi og mögu­leik­um á kaffiviðskipt­um milli Íslands og Ind­lands sem hingað til hafa ekki verið til staðar.

Ind­verski sendi­herr­ann, R Ravindra, bauð upp á skynj­un­ar­ferð um fjöl­breytt kaffi­rækt­ar­svæði Ind­lands og gest­um var boðið að smakka nokkr­ar teg­und­ir af ind­versku kaffi og meðlæti sem parað var sam­an. Gest­irn­ir voru all­ir sam­mála um að þarna væri á ferð afar gott kaffi sem pass­ar vel í kaffiflór­una hér á landi.

Þeir sem tóku til máls og fögnuðu þess­ari nýbreytni, að fá ind­verska kaffið hingað til lands, voru Sunil Bart­hwal, Comm­erce Secret­ary of India, Min­is­try of Comm­erce and Indus­try, Go­vern­ment of India, L Satya Sr­ini­vas, Special Secret­ary, Min­is­try of Comm­erce and Indus­try, Go­vern­ment of India, R Ravindra, sendi­herra Ind­lands á Íslandi og Ragn­ar Kristjáns­son, Director Gener­al for Tra­de.

Kaffi­rækt­un á Indlandi hef­ur þró­ast í blóm­leg­an iðnað

Kaffi­ferðalag Ind­lands hófst fyr­ir nokkr­um öld­um síðan þegar hinn goðsagna­kenndi heil­agi Baba Bu­dan kom með sjö mokka­fræ til hæðanna í Karna­taka á 17. öld. Í ald­anna rás hef­ur kaffi­rækt­un á Indlandi þró­ast úr lít­il­mót­legri iðju í blóm­leg­an iðnað og kaffi lands­ins er nú vin­sælt um all­an heim.

Um það bil þrír fjórðu hlut­ar af kaffifram­leiðslu Ind­lands eru Ar­ab­ica- og Robusta-baun­ir. Þess­ar eru aðallega flutt­ar út sem óristaðar baun­ir. Hins veg­ar er vax­andi eft­ir­spurn eft­ir verðmæt­ari vör­um eins og ristuðu og skyndikaffi, sem ýtir enn frek­ar und­ir út­flutn­ings­upp­sveifl­una.

Kaffiút­flutn­ing­ur Ind­lands hef­ur auk­ist veru­lega vegna auk­inn­ar alþjóðlegr­ar eft­ir­spurn­ar eft­ir ríku­legu og ein­stöku bragði þess. Ind­land er nú sjö­undi stærsti kaffifram­leiðandi heims og út­flutn­ing­ur náði 1,29 millj­örðum Banda­ríkja­dala á fjár­hags­ár­inu 2023-24, næst­um tvö­falt meira en 719,42 millj­ón­um Banda­ríkja­dala árið 2020-21.

Áhersla er lögð á að bæta upp­skeru og auka rækt­un

Til að auka kaffifram­leiðslu og mæta vax­andi eft­ir­spurn inn­an­lands og á alþjóðavett­vangi hef­ur Kaffi­ráð Ind­lands hleypt af stokk­un­um nokkr­um mik­il­væg­um verk­efn­um. Í gegn­um Samþætta kaffiþró­un­ar­verk­efnið (ICDP) er áhersl­an lögð á að bæta upp­skeru, auka rækt­un á óhefðbundn­um svæðum og tryggja sjálf­bærni kaffi­rækt­un­ar.

Hér fyr­ir neðan má sjá gleðina hjá kaffiunn­end­um í til­efni þessa.

 

Ólafur Þ. Stephensen og R. Ravindra sendiherra Indlands.
Ólaf­ur Þ. Stephen­sen og R. Ravindra sendi­herra Ind­lands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Chandrika Gunnarsson í góðum félagsskap í kaffismakki.
Chand­rika Gunn­ars­son í góðum fé­lags­skap í kaff­is­makki. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Boðið var upp á nýlagað indverska kaffi og með því.
Boðið var upp á ný­lagað ind­verska kaffi og með því. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Kaffið rann ljúft ofan í gesti.
Kaffið rann ljúft ofan í gesti. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Sendiherran býður gesti velkomna.
Sendi­herr­an býður gesti vel­komna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nýtt á Íslandi í kaffiflóruna.
Nýtt á Íslandi í kaffiflór­una. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Anisha Tomar, Sigríður Heiðar og
An­isha Tom­ar, Sig­ríður Heiðar og mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert