Sjáið landsliðsþjálfarann munda grilltólin

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í fyrsta þætt­in­um, Log­andi ljúf­fengt, tók Sjöfn Þórðardótt­ir, um­sjón­ar­maður Mat­ar­vefs mbl.is, á móti Snæ­dísi Jóns­dótt­ur, þjálf­ara ís­lenska kokka­landsliðsins.

    Snæ­dís grillaði sína upp­á­halds­rétti sem voru ann­ars veg­ar snjó­krabba­klær og hins veg­ar bleikja með chili og engi­fersoja-noi­set, fenn­el- og eplasal­ati ásamt grilluðu ís­lensku bok choy og Feyk­ir-osti. Snæ­dís er afar hrif­in af því að grilla sjáv­ar­fang með „asi­anfusi­on“ tvisti. Hún gaf einnig góð grill­ráð þegar fisk og græn­meti skal grilla.

    Þjálfari íslenska kokkalandsliðsins er fyrsti gestur Sjafnar Þórðardóttur umsjónarmanns Matarvefs..mbl.is …
    Þjálf­ari ís­lenska kokka­landsliðsins er fyrsti gest­ur Sjafn­ar Þórðardótt­ur um­sjón­ar­manns Mat­ar­vefs..mbl.is í þætt­in­um Log­andi ljúf­fengt. mbl.is/​Eyþór

    Snjó­krabba­klærn­ar seg­ir Snæ­dís vera frá­bær­an par­tírétt sem gott er að bera fram sem for­rétt eða hrein­lega snarl með góðum drykk þegar gesti ber að garði á góðum degi.

    Snjókrabbaklærnar eru algjört ljúfmeti að njóta.
    Snjó­krabba­klærn­ar eru al­gjört ljúf­meti að njóta. mbl.is/​Eyþór

    Gott er að und­ir­búa allt hrá­efnið sem þarf fyr­ir snjó­krabba­klærn­ar áður en þær eru grillaðar. Til að mynda er upp­lagt að gera wasa­bi-majó fyrst, síðan poppaða hirsi og kínóa. Síðan að grilla snjó­krabba­klærn­ar og skreyta þær síðan með wasa­bí-maj­ónes­inu eins og Snæ­dís ger­ir í þætt­in­um. Strá síðan poppaða hirs­inu og kínóa-inu yfir og raða á fal­leg­an disk sem þið ætlið að bera rétt­inn fram á.

    Grilluð bleikja með chili og engifersoja-noiset, fennel- og eplasalati ásamt …
    Grilluð bleikja með chili og engi­fer­soja-noi­set, fenn­el- og eplasal­ati ásamt grilluðu ís­lensku bok choy og Feyk­ir-osti beint af grill­inu. mbl.is/​Eyþór

    Sjáið landsliðsþjálfarann munda grilltólin

    Vista Prenta

    Snjó­krabba­klær með wasa­bi-majó, poppuðu hirsi og kínóa

    Snjó­krabba­klær

    • 1 pk. snjó­krabba­klær ( 20-30stk. í poka), þiðnar
    • Olía eft­ir smekk
    • Salt eft­ir smekk

    Aðferð:

    1. Setjið salt og olíu á snjó­krabba­klærn­ar.
    2. Grillið snjó­krabba­klærn­ar í um það bil 1 mínútu og takið af, síðan af og raðið á disk.

    Wasa­bi-ma

    • 250 g jap­anskt majónes
    • ½rauður chili, smátt saxaður
    • Fersk­ur graslaukur, smátt saxaður
    • Ferskt dill, smátt saxað
    • Sítr­ónusafi úr einni sítr­ónu
    • 1 tsk. wasa­bi duft frá Nordic wasa­bi

    Aðferð:

    1. Blandið sam­an majónesi, graslauk, dilli, chili og wasa­bi-dufti í skál og hrærið sam­an.
    2. Smakkið til með sítr­ónusafa.
    3. Setjið í sprautu­poka og geymið í kæli þar til snjó­krabba­klærn­ar eru skreytt­ar.

    Poppað hirsi og kínóa

    • 100 g hirsi
    • 100 g kínóa
    • Salt eft­ir smekk
    • Olía til djúp­steik­ing­ar

    Aðferð:

    1. Setjið hirsi og kínóa í pott með vatni sem nær um það bil 1 cm yfir hrá­efnið.
    2. Sjóðið í um það bil 12 mín­út­ur.
    3. Hitið olíu í potti eða á djúpri pönnu í 180°C hita.
    4. Sigtið hirsi og kínóa­blönd­una og djúp­steik í 180°C heitri olíu þar til það hætt­ir að popp­ast í ol­í­unni.
    5. Stráið á pappír eða bök­un­ar­papp­ír og stráið salti yfir.
    6. Stráið síðan yfir wasa­bi-majó-skrautið á snjó­krabba­klærn­ar þegar þær eru til­bún­ar.

    Grilluð bleikja með chili og engi­fersoja-noi­set, fenn­el- og eplasal­ati ásamt grilluðu ís­lensku bok choy og Feyk­ir-osti

    Grilluð bleikja

    Fyrir 4

    • 4 stk. bleikju­bit­ar, um það bil 200 g hver
    • Salt eft­ir smekk
    • Olía eft­ir smekk
    • Sítr­ónusafi eft­ir smekk 

    Aðferð:

    1. Dressið bleikj­una vel með olíu og salti.
    2. Grillið bleikj­una á fun­heitu grilli á roðinu í um það bil 1-2 mínútur.
    3. Snúið henni síðan við og látið hana vera í um það bil 30­sek -1 mínútur á grill­inu, takið hana af, dressið sítr­ónusafa og látið hana hvíla.

    Chili- og engi­fersoja-noi­set

    • 500 g smjör
    • 50 g ferskt engi­fer
    • ½ rauður chili
    • 80 g sojasósa

    Aðferð:

    1. Setjið smjör í pott og hitið smjörið uppí 155°C hita. S
    2. Sigtið síðan í gegn­um klút og setjið til hliðar og geymið.
    3. Saxið engi­fer og chili og setjið útí noi­settið og bætið síðan sojasós­unni út í.

    Grillað ís­lenskt bok choy og feyk­ir

    • 2 pk. ís­lenskt bok choy
    • Feyk­ir ost­ur eft­ir smekk
    • Olía eft­ir smekk
    • Salt eft­ir smekk
    • Sítr­ónusafi úr ferskri sítr­ónu eft­ir smekk

    Aðferð:

    1. Setjið olíu og salt á bok choyið, grillið létt á báðar hliðar, alls ekki of mikið.
    2. Takið síðan af grill­inu og dressið með sítr­ónusafa­og rífið niður Feyki-ost­inn yfir sal­atið eft­ir smekk.

    Fenn­el, epla- og radísu­sal­at

    • 1 stk. fenn­el
    • ½ grænt epli
    • 3 stk. rauðar ra­dís­ur
    • Sítr­ónusafi úr ferskri sítr­ónu eft­ir smekk
    • Salt eft­ir smekk
    • Ses­a­mol­ía eft­ir smekk

    Aðferð:

    1. Skerið fenn­el, epli og ra­dís­ur niður í mandólín, það er líka hægt að skera með hníf og reyna þá að hafa sneiðarn­ar örþunn­ar.
    2. Blandið öllu sam­an og smakkið til með sítr­ónusafa, ses­a­mol­íu og salti.
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert