Með suðrænum og frönskum innblæstri

Nýjasti ísrétturinn hjá Omnom er sumarísinn þar sítrónan er í …
Nýjasti ísrétturinn hjá Omnom er sumarísinn þar sítrónan er í aðalhlutverki. Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og teymið hans eiga heiðurinn af réttinum. Samsett mynd

Sumarís­inn frá Omnom er nú loks­ins kom­inn á mat­seðil og verður fá­an­leg­ur út ág­úst. Ísrétt­ur­inn er bragðmik­il sam­suða af suðræn­um og frönsk­um inn­blæstri. 

Það hlaut að koma að því að við mynd­um bjóða upp á sítr­ónuís­rétt, enda er sítr­ón­an ein­hvers kon­ar alþjóðleg­ur sam­nefn­ari sum­ars og sól­ar. En við tók­um að sjálf­sögðu okk­ar snún­ing á þá hug­mynd, sem endaði á að taka sér mynd með frönsk­um blæ,” sagði Kjart­an Gísla­son súkkulaðigerðarmaður og ann­ar stofn­anda súkkulaðigerðar­inn­ar Omnom.

Rétt­ur­inn bygg­ir á mjúk­um vanilluís­grunni með frönsku sa­blé köku­krömbli, sítr­ónu-súr­ald­ins og blóðbergs­sultu, og er toppaður með súr­ald­ins mar­ens­koss­um.

Smá sætt, smá salt, smá súrt. Ein­stak­lega svalandi og seiðandi sprengja fyr­ir bragðlauk­ana,“ bæt­ir Kjart­an við með bros á vör.

Fyr­ir þá sem vilja smá sól í hjarta, þá er ísbúð Omnom staðsett á Hólma­slóð 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert