Rífandi stemning á Tipsý þegar Salmon Guru tók staðinn yfir

Það ætlaði allt um koll að keyra um helgina þegar …
Það ætlaði allt um koll að keyra um helgina þegar einn frægasti bar í Evrópu, Salmon Guru, bauð upp á pop-up á Tipsý bar. Ljósmynd/Aðsend

Síðustu helgi var hinn heimsþekkti bar, Salmon Guru í Madríd, með pop up Tip­sý bar & lounge við Hafn­ar­stræti. Salmon Guru er í 23. sæti á lista The World's 50 Best Bars og er þekkt­ur fyr­ir meist­ara­lega en gáska­fulla nálg­un á kokteil­agerð.

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar barþjón­arn­ir byrjuðu að hrista fram kokteil­ana og þeir höfðu ekki und­an að taka við pönt­un­um hjá gest­um.

Í til­efni heim­sókn­ar­inn­ar hönnuðu Diego Ca­brera, stofn­andi staðar­ins á Madríd, og spænski listamaður­inn Piñero sér­stakt glas við hliðina fyr­ir viðburðinn, und­ir áhrif­um þjóðarblóms Íslend­inga, Holta­sól­eyj­ar, sem sló ræki­lega í gegn.

„Við erum í skýj­un­um með glasið sem var sér­hannað fyr­ir viðburðinn og verður áfram hjá okk­ur og líka þakk­lát fyr­ir frá­bær­ar mót­tök­ur á pop -up-inu. Á fyrsta kvöld­inu seld­ust kokteil­arn­ir upp og stemn­ing­in var ólýs­an­leg og röðin inn á staðinn náði langt út á götu. Það má með sanni segja að þátt­tak­an hafi verið langt um­fram vænt­ing­ar,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Örn­ólfs­son, einn af eig­end­um Tip­sý.

 

Diego Ca­brera og Adri­án Sehob voru glaðir með móttökrunar á …
Diego Ca­brera og Adri­án Sehob voru glaðir með mót­tökrun­ar á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend
Gleðin var allsráðandi.
Gleðin var alls­ráðandi. Ljós­mynd/​Aðsend
Gestirnir voru ánægðir með kokteilana.
Gest­irn­ir voru ánægðir með kokteil­ana. Ljós­mynd/​Aðsend
Kokteilarnir voru listrænir.
Kokteil­arn­ir voru list­ræn­ir. Ljós­mynd/​Aðsend
Allir í stuði.
All­ir í stuði. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert