Hólmarinn, bóndinn og barþjónninn kom, sá og sigraðí Hólminum

Thelma Lind Hinriksdóttir frá Narfeyrarstofu sigraði SCW Open - Hanastél …
Thelma Lind Hinriksdóttir frá Narfeyrarstofu sigraði SCW Open - Hanastél keppnina og Hótel Egilsen sigraði vinnustaðakeppnina með drykk sem Chris blandaði. Samsett mynd/Ómar Vilhelmsson

Stórasta kokteila­hátíð Íslands, eins og skipu­leggj­end­um finnst gam­an að kalla hana, öðru nafni Stykk­is­hólm­ur Cocktail Week, lauk um helg­ina og tókst með ein­dæm­um vel. Hátíðin var hald­in af veit­inga­hús­um og bör­um í Stykk­is­hólmi ásamt Barþjóna­klúbbi Íslands í sam­starfi við Mekka Wines & Spi­rits að því fram kem­ur í til­kynn­ingu frá klúbbn­um.

Sér­út­bún­ir kokteila­seðlar

Mik­il gleði ríkti í ein­um fal­leg­asta bæ lands­ins, Stykk­is­hólmi, á meðan gest­ir og gang­andi fögnuðu og skáluðu kokteil­um. Staðirn­ir sem tóku þátt í SCW í ár voru Nar­f­eyr­ar­stofa, Hót­el Eg­il­sen, Sjáv­ar­pakk­húsið, Skipp­er og Foss­hót­el Stykk­is­hólm­ur. Allir þess­ir staðir buðu upp á sér­út­bú­inn kokteila­seðil sem enn er hægt að gæða sér á

Íslensk sum­arnótt

Hápunkt­ur hátíðar­inn­ar átti sér stað síðastliðinn sunnu­dag á Foss­hót­eli Stykk­is­hólms þar sem keppt var í tveim­ur flokk­um í kokteil­um; ann­ars veg­ar vinnustaðakeppn­in um Stykk­is­hólm­ur Cocktail Week kokteil árs­ins, þar sem þátt­tökustaðir SCW kepptu sín á milli og hins veg­ar Stykk­is­hólm­ur Cocktail Week Open - Hana­stél í Hólm­in­um.

Hér var um að ræða ein­stak­lingskeppni og opin fyr­ir alla barþjóna og kokteila­áhuga­fólk, en það er í fyrsta skipti sem hún er hald­in. Þemað var ís­lensk nátt­úra.

Hólm­ar­inn Thelma Lind Hinriks­dótt­ir frá Nar­f­eyr­ar­stofu kom, sá og sigraði SCW Open - Hana­stél keppn­ina sem var hald­in í Stykk­is­hólmi í síðustu viku. Hún sigraði keppn­ina með kokteiln­um sín­um sem ber heitið Íslensk sum­arnótt.“

Thelma Lind Hinriksdóttir frá Narfeyrarstofu sigraði kokteilakeppnina sem haldin var …
Thelma Lind Hinriks­dótt­ir frá Nar­f­eyr­ar­stofu sigraði kokteila­keppn­ina sem hald­in var í Stykk­is­hólmi um nýliðna helgi með kokteiln­um sín­um sem ber heitið „Íslensk sum­arnótt“. Sam­sett mynd

Thelma er mörg­um hæfi­leik­um gædd en hún er bæði bóndi og barþjónn og fer leik­andi létt að vera með marga bolta á lofti í einu. Hún heillaði dóm­nefnd­ina upp úr skón­um með kokteiln­um sín­um og fasi.

Hót­el Eg­il­sen sigraði vinnustaðakeppn­ina og eru því með SCW kokteil árs­ins í boði hjá sér á seðli. Kokteill­inn ber heitið Welcome to the Jung­le''. Það var Chris sem sýndi list­ir sín­ar og hristi kokteil­inn fyr­ir dóm­nefndina fyr­ir hönd Eg­il­sen.

Chris sem sýndi listir sínar og hristi kokteilinn fyrir dómnefndina …
Chris sem sýndi list­ir sín­ar og hristi kokteil­inn fyr­ir dóm­nefnd­ina fyr­ir hönd Eg­il­sen. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son

Í öðru sæti var Jón Helgi Guðmunds­son á Óbarn­um með kokteil­inn Wabbit Sea­son og Adam Kiss á Foss­hót­el Stykk­is­hólmi tók þriðju sætið með kokteilnum Sur­real Gimlet.

Íslenskt sumarblóm var sigurkokteillinn hennar Thelmu Lindar.
Íslenskt sum­ar­blóm var sig­ur­kokteill­inn henn­ar Thelmu Lind­ar. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Kokteillinn ber heitið „Welcome to the Jungle'' sem Chris sigraði …
Kokteill­inn ber heitið „Welcome to the Jung­le'' sem Chris sigraði með. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Keppendurnir í Stykkishólmur Cocktail Week Open - Hanastél í Hólminum …
Kepp­end­urn­ir í Stykk­is­hólm­ur Cocktail Week Open - Hana­stél í Hólm­in­um sam­an komn­ir ásamt Ívari Sindra og Teit Schiöth. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Chris var einbeittur við barþjónastarfið.
Chris var ein­beitt­ur við barþjón­a­starfið. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert