„Töfraformúlan sem slær í gegn“

Maríanna Pálsdóttir er mikill fagurkeri og nýtur þess að bera …
Maríanna Pálsdóttir er mikill fagurkeri og nýtur þess að bera fram fallegan mat. Ljósmynd/Aðsend

Marí­anna Páls­dótt­ir, jóga­kenn­ari og snyrti­fræðing­ur, er kona sem læt­ur draum­ana sína ræt­ast með hjartað sitt að vopni. Hún nýt­ur þess að gefa af sér og er þekkt fyr­ir að vera höfðingi heim að sækja. Þegar hún á von á gest­um tek­ur hún sig ávallt til og set­ur sam­an einn girni­leg­asta og fal­leg­asta sæl­kera­sum­ar­bakka sem ég hef aug­um litið.

Því­líkt augna­kon­fekt að njóta þess að horfa á henn­ar sæl­kera­bakka, sam­setn­ing­in og út­færsl­an er góður vitn­is­b­urður um list­ræna hæfi­leika henn­ar og ástríðu fyr­ir því sem hún er að gera.

Kyrrð og hlýja í for­grunni

Hún á og rek­ur UMI studió á Seltjarn­ar­nesi, sem er heilsu­set­ur þar sem vellíðan og feg­urð mæt­ast í kyrrð og hlýju. Marí­anna er mik­ill fag­ur­keri og nýt­ur sín í því að búa til fal­leg rými og fal­leg­an mat. En hún breytti Snyrti­stofu Reykja­vík­ur í þetta ein­staka studio þar sem feg­urð og jógaiðkun, skemmti­leg­ir viðburðir, tón­heil­un, ýmis nám­skeið og skemmti­leg­ir hreyfi­tím­ar fá að flæða sam­an í eitt.

„Ég er þakk­lát fyr­ir það að flest­ir fara úr studió­inu mínu end­ur­nærðir á lík­ama og sál í miklu þakk­læti. Það gleður hjarta mitt óend­an­lega að starf mitt fel­ist í því að stærst­um hluta að lyfta fólki upp, hvetja það áfram og leiðbeina því í átt að betra lífi. Mér líður eins og það sé minn lottóvinn­ing­ur í líf­inu, að fá tæki­færi til að hjálpa öðrum með þess­um hætti,“ seg­ir Marí­anna ein­læg og bros­ir.

Aðspurð seg­ir Marí­anna að UMI sé verk­efni sem hafi verið búið til frá hjarta henn­ar og inn­blástur­inn hafi hún fengið úr nátt­úr­unni. UMI þýðir hafið á japönsku en hafið er allt um kring við stúd­íóið og er það nafn með rentu. „Esj­an blikk­ar til mín alla daga þegar ég horfi út um glugg­ana í stúd­íó­inu. Útsýnið er stór­brotið og er ég orðlaus alla daga hvað ég var hepp­in að vera leidd inn á þenn­an dá­sam­lega stað á Aust­ur­strönd­inni. Næg bíla­stæði, gjald­frjálst allt um kring og dá­sam­leg­ir ná­grann­ar í hús­inu gera þetta allt svo ynd­is­legt.”

Elsk­ar að borða góðan og heil­næm­an mat

Þegar kem­ur að mataræði þá aðhyll­ist Marí­anna hug­mynd­ina um jafn­vægi. „Ég borða til að næra mig, njóta stund­ar­inn­ar, finna bragð og gleðjast. Ég elska að borða góðan mat, heil­næm­an og lit­rík­an. Ég borða kjöt og vel alltaf naut.“

Þvílík dýrð að njóta þessa kræsinga.
Því­lík dýrð að njóta þessa kræs­inga. Ljós­mynd/​Aðsend

Marí­anna var lengi vel bóndi á Brúna­stöðum og ein besta vin­kona henn­ar er bóndi á Hjálm­stöðum í Blá­skóga­byggð en hún kem­ur mjög reglu­lega í heim­sókn og fyll­ir á fryst­inn dýr­ind­is kjöti beint af býli og þykir Maríönnu það lang­besta kjötið.

„Ég mæli með því við fólk að forðast syk­ur, unn­in mat­væli og gos­drykki ef það vill gera vel fyr­ir lík­ama sinn og húð. Að velja líf­rænt og hreint hrá­efni er ávallt best ef hægt er.“

Aðspurð seg­ir hún að syk­ur og slæm kol­vetni geti líka haft áhrif á húðina, sér­stak­lega ef húðin er viðkvæm. „Þess í stað hvet ég fólk til þess að borða góða fitu, prótein og græn­meti, alls ekki sleppa kol­vetn­um bara velja þau mjög vel. Svefn, ró og kær­leik­ur er síðan besta serumið sem til er,“ seg­ir hún enn frem­ur og hlær dátt.

Sem snyrti­fræðing­ur veit hún að húðin spegl­ar ástand lík­am­ans og sál­ar. „Við sjá­um það skýrt þegar lífið er í ójafn­vægi, þá birt­ist það í húðinni. Það kem­ur fram þurrk­ur, bólg­ur og roði. En þegar við nær­um okk­ur og hvíl­umst vel – þá ljóm­ar hún.” 

Þegar talið berst að drykkj­um nefn­ir hún vatn sem al­gera grunnstoð en einnig grænt te, kombucha og engi­fer­drykki. „Það er lík­lega mín besta ákvörðun í líf­inu að velja áfeng­is­laus­an lífs­stíl, það gef­ur mér betra tauga­kerfi og mikið fal­legri húð, en ég hef dá­læti af því að drekka fal­lega áfeng­is­lausa kokteila, vel skreytta og fal­lega á lit­inn. Það skipt­ir máli hvernig við nálg­umst mat og drykk, með gleði og mýkt.” 

Töfra­formúla fyr­ir ljóm­andi húð

Marí­anna á sína eig­in töfra­formúlu fyr­ir ljóm­andi húð sem hún deil­ir hér með les­end­um.

„Þetta er formúla sem slær alltaf í gegn. Hún er mjög ein­föld, nær­ing, ró, ást og þakk­læti, er það sem gef­ur okk­ur ljóm­andi húð. Borðaðu í ró og næði, njóttu þín í nátt­úr­unni, hlæðu með góðri vin­konu, horfðu á börn­in þín blómstra á sín­um for­send­um og njóttu með þeim sem þú elsk­ar. Þegar þín innri ver­öld fær að blómstra þá skín það í gegn og ljóm­inn þinn flæðir um og yfir allt,“ seg­ir Marí­anna ein­læg.

Sjálf nær­ir hún sig með jógaiðkun, söng, dansi og góðri nær­ingu. „Ég elska samt mest af öllu að fara í bú­staðinn okk­ar á Þing­völl­um. En ég og til­von­andi eig­inmaður minn, Guðmund­ur Ingi Hjart­ar­son, sem ég er að fara að gift­ast í lok ág­úst, höf­um gert okk­ur þar fal­legt heim­ili að heim­an og þar finn­um við friðinn og róna við vatnið. Við hvíl­umst hvergi bet­ur, veiðum í vatn­inu á bátn­um okk­ar og njót­um ís­lensku nátt­úr­unn­ar sem er að mínu mati hvergi feg­urri en þar.“

Að lok­um vill Marí­anna minna á að það er alltaf hægt að gera eitt­hvað upp­byggi­legt fyr­ir sig: „Ekki bíða, núna er besti tím­inn.“

Marí­anna gerði þenn­an sæl­kera­sum­ar­bakka sem er hlaðinn alls kon­ar girni­leg­um kræs­ing­um sem fanga bæði auga og munn. Les­end­ur geta séð hér að neðan hvað hún not­ar á sinn bakka og dúllað sér svo við að búa til svipað fyr­ir veisl­urn­ar sín­ar í sum­ar. Njótið og munið að hérna er jafn­vægið að gera vel við sig og elska að borða í sátt án sam­visku­bits.

„Töfraformúlan sem slær í gegn“

Vista Prenta

Sum­arsæl­kera­bakki Maríönnu

  • Jarðarber
  • Rauð og græn vín­ber
  • Hind­ber
  • Rifs­ber
  • Bróm­ber
  • Græn­ar ólíf­ur
  • Þurrkaður an­an­as
  • Apríkós­ur
  • Bland af upp­á­hald­sost­um
  • Nokkr­ar teg­und­ir af kexi og nasli
  • Súkkulaði
  • Makkarón­ur
  • Salami
  • Parma­skinka
  • Pepp­erón­ístang­ir
  • Tóm­at­ar
  • Mozzar­ella-ost­ur
  • Fersk basilíka
  • Chil­isulta
  • Grænt pestó

Aðferð:

  1. Raðið fal­lega á bakk­ann og nostrið við verkið.
  2. Hver og einn get­ur gert það með sínu nefi.
  3. Berið fram og njótið.
Ómótstæðilegur sælkerabakki úr smiðju Maríönnu.
Ómót­stæðileg­ur sæl­kera­bakki úr smiðju Maríönnu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert