Brauðbollur sem tilvalið er að taka með í ferðalagið

Brauðbollurnar hans Árna eru fullkomnar til að taka með í …
Brauðbollurnar hans Árna eru fullkomnar til að taka með í nesti í ferðalagið. mbl.is/Birta Margrét

Það er fátt nota­legra en að taka upp mjúka, heima­bakaða brauðbollu þegar maður er úti í nátt­úr­unni eða í ferðalag­inu. Þess­ar boll­ur eru sér­sniðnar fyr­ir nesti, þær eru mjúk­ar að inn­an, létt stökk­ar að utan og hald­ast fersk­ar lengi.

Árni Þor­varðar­son, fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann, á heiður­inn af upp­skrift­inni en hún er ein­föld og bygg­ir á hrá­efn­um sem flest heim­ili eiga til. Útkom­an er svo miklu betri þegar heima­bakst­ur er ann­ars veg­ar, hér eru al­vöru boll­ur sem henta með öllu.

Hvort sem það er í úti­leg­una, göng­una eða í laut­ar­ferð í góða veðrinu, þá eru þess­ar boll­ur hinar full­komnu meðferðar­kök­ur. Þær geym­ast vel, má frysta og hita upp, og er jafn­vel hægt að smyrja og frysta fyr­ir fram til að grípa með sér í snar­hasti.

Brauðboll­urn­ar eru hinar full­komnu nest­is- og ferðaboll­ur. Þær eru traust­ur grunn­ur sem hægt er að sér­sníða eft­ir smekk og hér eru nokkr­ar hug­mynd­ir að því sem gott er að smyrja þær með:

  • Klass­ískt: Skinka og ost­ur, smjör og gúrka, rjóma­ost­ur með papriku
  • Holl­ara: Humm­us og rif­in gul­rót, avóka­dó og egg, tóm­at­ar og mozzar­ella
  • Krakka­vænt: Smjör og ost­ur, ban­ana- og hnetu­smjör, kota­sæla og vín­ber

Ein upp­skrift, enda­laus­ir mögu­leik­ar.

Brauðbollur sem tilvalið er að taka með í ferðalagið

Vista Prenta

Brauðboll­ur

12 boll­ur

  • 483 g volgt vatn
  • 30 g þurr­ger (ca. 2 msk.)
  • 72 g matarol­ía, t.d. repju- eða sól­blóma­ol­ía
  • 97 g syk­ur (ca. ½ bolli)
  • 14 g salt (ca. 2 ½ tsk.)
  • 1013 g hveiti (ca. 7 ½ boll­ar – bæta við ef þarf við hnoðun)

Aðferð:

  1. Hitið vatnið þar til volgt, ekki heit­ara en 40°C og blandið sykri og geri sam­an við. Látið standa í 5–10 mín­út­ur þar til freyðir.
  2. Bætið olíu og salti sam­an við.
  3. Hrærið hveit­inu sam­an við smátt og smátt, þar til deigið fer að taka sig.
  4. Hnoðið í 6–8 mín­út­ur þar til deigið verður mjúkt og aðeins seigt, má nota hnoðara­vél eða hend­urn­ar.
  5. Látið hef­ast í 45–60 mín­út­ur und­ir viska­stykki eða plast­filmu.
  6. Skiptið deig­inu í 12 jafna hluta og mótið í boll­ur. Raðið á bök­un­ar­papp­ír og látið hef­ast aft­ur í 20–30 mín­út­ur.
  7. Penslið með vatni eða mjólk ef óskað er eft­ir fal­legri gljáa.
  8. Bakið við 200°C í 12–15 mín­út­ur, eða þar til boll­urn­ar eru gull­in­brún­ar og hol­ar í hljóði við bank.
  9. Látið kólna á grind.
  10. Geym­ast vel og má frysta eft­ir þörf­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert