Bakken verður bráðum opnaður og mun bjóða upp á bjór frá danska brugghúsinu Mikkeller. Þá verða grillaðar samlokur einnig í boði. Frá þessu greinir einn eigenda staðarins sem segir að opnað verði um miðjan júlí.
Bakken verður til húsa á Frakkastíg 7. Þar hafa áður verið starfræktar krár undir nafninu Reykjavík bar og Bar 7. Húsið er lítið og rúmar aðeins 25 manns.
Frá þessu greinir Kjartan Óli Ólafsson, kenndur við barinn Bird, í samtali við blaðamann.
Með honum standa Elva Sævarsdóttir og Helgi Heimisson að opnun staðarins.
Mikkeller hefur ekki sést á dælum Reykjavíkur síðan Mikkeller & Friends á Hverfisgötu var lokað 2019.
Að sögn Kjartans verður einnig gott úrval áfengislauss bjórs á staðnum. „Við munum gera 0,0 prósentinu hátt undir höfði,“ segir hann. Kjartan segir að barþjónar muni bjóða upp á þrjár tegundir Mikkeller á dælu. Þar af verði einn dælubjóranna áfengislaus.
Kjartan segir að fleiri undirgerðir bjórs frá Mikkeller muni bætast í flóruna. „Þegar fram líða stundir verður líka gott úrval af Mikkeller í dósum,“ segir Kjartan. Hann segir að staðurinn muni þar að auki bjóða upp á íslenskan bjór eins og Kalda og fleiri erlendar tegundir og einnig ákveðna gostegund en það er gosið frá Fentimans.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.