Mikkeller-bjór aftur á dælur

Framkvæmdir standa nú yfir á húsnæðinu en það kemur til …
Framkvæmdir standa nú yfir á húsnæðinu en það kemur til með að taka talsverðum breytingum að sögn aðstandanda staðarins. Morgunblaðið/Eggert

Bakk­en verður bráðum opnaður og mun bjóða upp á bjór frá danska brugg­hús­inu Mikk­ell­er. Þá verða grillaðar sam­lok­ur einnig í boði. Frá þessu grein­ir einn eig­enda staðar­ins sem seg­ir að opnað verði um miðjan júlí.

Bakk­en verður til húsa á Frakka­stíg 7. Þar hafa áður verið starf­rækt­ar krár und­ir nafn­inu Reykja­vík bar og Bar 7. Húsið er lítið og rúm­ar aðeins 25 manns.

Frá þessu grein­ir Kjart­an Óli Ólafs­son, kennd­ur við bar­inn Bird, í sam­tali við blaðamann.

Með hon­um standa Elva Sæv­ars­dótt­ir og Helgi Heim­is­son að opn­un staðar­ins.

Mikk­ell­er hef­ur ekki sést á dæl­um Reykja­vík­ur síðan Mikk­ell­er & Friends á Hverf­is­götu var lokað 2019.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert