Grillaður silungur og sumarlegt meðlæti sem slær í gegn

Grillaður silungur er herramannsmatur og passar vel með grilluðu grænmeti.
Grillaður silungur er herramannsmatur og passar vel með grilluðu grænmeti. Ljósmynd/Erna Sverrisdóttir

Fátt er betra en grillaður sil­ung­ur og grillað græn­meti með sum­ar­legu ívafi. Þegar vel viðrar og sól­in skín er ávallt gam­an að draga fram grillið og grilla holla og góða rétti eins og þenn­an. Sil­ung­ur er herr­ans mat­ur og besta meðlæti er nýtt fersk upp­skera af ís­lensku græn­meti.

Hér kem­ur upp­skrift úr smiðju Ernu Sverr­is­dótt­ur mat­gæðings en upp­skrift­ina gerði hún fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Grillaður silungur og sumarlegt meðlæti sem slær í gegn

Vista Prenta

Grillaður sil­ung­ir og grillað græn­meti á teini

Fyr­ir 3-4

Grillaður sil­ung­ur

  • 2 skallottu­lauk­ar, fínsaxaðir
  • 1 hvít­lauksrif, fínsaxað
  • 8 sól­kysst­ir tóm­at­ar, smátt saxaðir
  • 8 græn­ar ólíf­ur, skorn­ar í þunn­ar sneiðar
  • 1 tsk. kapers, skolað og saxað
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • Safi og börk­ur af 1 sítr­ónu
  • 800 g sil­ung­ur í flök­um eða lax, ef vill
  • Salt og svart­ur pip­ar eft­ir smekk
  • 100 g fetakubb­ur frá Gott í mat­inn, mul­inn eða meira eft­ir smekk
  • Ólífu­olía
  • Hand­fylli af ferskri saxaðri stein­selju

Aðferð:

  1. Blandið sjö fyrstu hrá­efn­un­um sam­an í skál.
  2. Leggið sil­ungs­flök­in á álp­app­ír.
  3. Saltið vel og piprið eft­ir smekk.
  4. Dreifið blönd­unni yfir flök­in og sáldrið svo feta­osti og stein­selju yfir.
  5. Dreypið að lok­um smá ólífu­olíu yfir.
  6. Grillið á heitu grilli eða bakið í ofni við 220° í um 10-15 mín­út­ur.

Grillað græn­meti á teini

  • 2 paprik­ur, skorn­ar í bita
  • 1 lít­ill kúr­bít­ur, skor­inn langs­um í örþunn­ar sneiðar
  • 16 kokteil­tóm­at­ar
  • Salt eft­ir smekk
  • Örlítið þurrkað tim­i­an
  • Ólífu­olía
  • 8 grillp­inn­ar

Aðferð:

  1. Leggið grillp­inn­ana í bleyti.
  2. Raðið síðan græn­met­inu upp á.
  3. Saltið og dreypið ólífu­olíu og smá timí­ani yfir.
  4. Grillið á heitu grilli þar til meyrt.
  5. Berið fram með sil­ungn­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert