EM Ísblóm til heiðurs Stelpunum okkar

Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri Emmessís segir nýja EM Ísblómið vera …
Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri Emmessís segir nýja EM Ísblómið vera tákn um samstöðu og stuðning við íslenska kvennalandsliðið. Samsett mynd

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu mæt­ir Finn­um í sín­um fyrsta leik í Evr­ópu­keppn­inni í kvöld, miðviku­dag­inn 2. júlí. Leik­ur­inn fer fram í Thun í Sviss og spá­ir mikl­um hita í borg­inni á meðan hann fer fram.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnum í sínum fyrsta leik …
Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu mæt­ir Finn­um í sín­um fyrsta leik í Evr­ópu­keppn­inni í kvöld, miðviku­dag­inn 2. júlí. Ljós­mynd/​Aðsend

„Áhorf­end­ur úti á leikn­um geta því miður ekki notið EM Ísblóms­ins sem Em­mess­ís fram­leiddi í sam­starfi við Knatt­spyrnu­sam­band Íslands en það geta áhorf­end­ur hér heima aft­ur á móti gert,“ seg­ir Kristján Geir Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Em­mess­ís.

„Ísblómið er tákn um sam­stöðu og stuðning við kvenna­landsliðið og það verk­efni sem fram und­an er. Við erum stolt af því að geta lagt okk­ar af mörk­um og mér þykir gam­an að sjá hversu mik­ill áhugi er orðinn á ís­lensk­um kvenna­bolta, enda eng­an að undra, þar sem ís­lensk­ar knatt­spyrnu­kon­ur eru þrælöflug­ar og sum­ar hverj­ar meðal þeirra fremstu í heim­in­um“ seg­ir Kristján enn frem­ur.

Ísblómið sem fyrirtækið framleiddi í samstarfinu við KSÍ er rjómaís …
Ísblómið sem fyr­ir­tækið fram­leiddi í sam­starf­inu við KSÍ er rjómaís með ban­ana­bragði og kara­mellu­fyll­ingu. Ljós­mynd/​Aðsend

Ísblómið sem fyr­ir­tækið fram­leiddi í sam­starf­inu við KSÍ er rjómaís með ban­ana­bragði og kara­mellu­fyll­ingu og seg­ir Kristján það hafa verið ein­róma álit við fram­leiðsluna að blómið ætti eft­ir að hitta beint í mark. „Áfram Ísland og stelp­urn­ar okk­ar“, seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert