Ekkert formlegt, bara gaman

Langborðið Nóg verður um mat og drykk á hátíðinni sem …
Langborðið Nóg verður um mat og drykk á hátíðinni sem hefst klukkan 14:00 í dag. Ljósmynd/Þorgeir Ólafsson

Það verður sann­kölluð veisla í miðbæ Reykja­vík­ur í dag þegar mat­ar­hátíðin Lang­borð á Lauga­vegi fer fram í fimmta sinn. Þar sam­eina Vín­stúk­an Tíu sop­ar, Pu­blic Hou­se og Sümac krafta sína og bjóða upp á fjöl­breytt úr­val af mat og drykk und­ir ber­um himni. Vín­stof­an Tíu sop­ar sér um drykk­ina en Pu­blic hou­se og Sümac bera mat­inn á borð.

„Það er eng­in eig­in­leg dag­skrá þarna, við erum í raun­inni bara að skapa vett­vang fyr­ir fólk til að hitt­ast, deila máltíð og spjalla sam­an,“ seg­ir Ólaf­ur Örn Stein­unn­ar Ólafs­son, einn skipu­leggj­enda hátíðar­inn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Ólaf­ur seg­ir hátíðina hafa byrjað sem sam­starfs­verk­efni staðanna í kjöl­far nei­kvæðrar umræðu um göngu­göt­ur í miðbæn­um. „Við vild­um bara sýna að það væri hægt að hafa gam­an.“

Ekki þarf að panta borð eða taka frá sæti að sögn Ólafs. „Það er ekk­ert form­legt í þessu,“ seg­ir hann.

Lang­borðið sem er notað við hátíðahöld­in er 50 metra langt og því nóg pláss fyr­ir alla sem vilja gera vel við sig í mat og dykk í miðbæn­um.

Ólaf­ur seg­ir sein­ustu ár hafa gengið von­um fram­ar og er spennt­ur fyr­ir deg­in­um og fram­hald­inu. „Þetta hef­ur heppn­ast það vel að við höld­um þessu áfram ár eft­ir ár,“ seg­ir Ólaf­ur. „Ég held því fram, í allri auðmýkt, að þetta sé að verða einn af viðburðum miðbæj­ar­ins: það er Menn­ing­arnótt, pri­de og lang­borðið,“ bæt­ir hann við.

Hátíðin hefst klukk­an 14 í dag og fer fram á Lauga­vegi, milli Klapp­ar­stígs og Vatns­stígs, og hvet­ur Ólaf­ur alla til að mæta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert