Árni heldur áfram að toppa sig með lystisemdum

mbl.is/Birta Margrét

„Oreo Crumble Cookies“ eru al­gjör draum­ur fyr­ir alla sem elska súkkulaði og Oreo. Þess­ar kök­ur eru djúsí og þétt­ar að inn­an með stökk­um kexbit­um sem gefa þeim bæði áferð og ein­stakt bragð. Smá kakó í deig­inu dýpk­ar súkkulaðibragðið og minn­ir á brownies, á meðan hvíta súkkulaðið og Oreo-muln­ing­ur­inn bæta við rjóma­kennd­um keim og krispíbit­um.

„Þær eru hannaðar með það í huga að líta út og bragðast eins og kon­fekt, með am­er­ískri smá­köku­áferð sem bráðnar í munni. Hvort sem þú bak­ar þær í veislu, fyr­ir krakk­ana, ferðalagið eða bara þegar þig lang­ar í eitt­hvað virki­lega dekrað, þá eru þess­ar kök­ur al­veg málið,“ seg­ir Árni Þor­varðar­son, bak­ara­meist­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann, sem á heiður­inn að upp­skrift­inni.

Árni Þorvarðarson bakarameistari kann listina að gleðja fólkið sitt með …
Árni Þor­varðar­son bak­ara­meist­ari kann list­ina að gleðja fólkið sitt með ljúf­fengu bakk­elsi. mbl.is/​Birta Mar­grét

Oreo Crumble Cookies eru til­vald­ar þegar þú vilt sam­eina klass­ískt barna­kex með smá­köku sem full­orðnir elska al­veg jafn mikið. Þess­ar eru synd­sam­lega góðar með mjólk­urglasi, kaffi­bolla eða ein­fald­lega beint af plöt­unni. Þá eru þess­ar kök­ur eitt­hvað sem þú munt vilja baka aft­ur og aft­ur.

Árni heldur áfram að toppa sig með lystisemdum

Vista Prenta

„Oreo Crumble Cookies“

U.þ.b. 12 stór­ar cookies

  • 115 g púður­syk­ur
  • 150 g syk­ur
  • 160 g smjör (við stofu­hita)
  • 2 egg
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 280 g hveiti
  • 30 g kakó
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • ½ tsk. mat­ar­sódi
  • ½ tsk. salt
  • 12–14 Oreo-kex (gróft mul­in, ca. 150 g)
  • 100 g hvítt súkkulaði eða súkkulaðidrop­ar (val­kvætt)

Crumble (ofan á eða inn í deig)

  • 6 Oreo-kex (fínt mul­in)
  • 1 msk. smjör (bráðið)
  • 1 msk. púður­syk­ur
  • Blandað sam­an í skál, stráð ofan á fyr­ir stökk­ari yf­ir­borð.

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 180°C (blást­ur) og leggið bök­un­ar­papp­ír á plötu.
  2. Þeytið smjör, syk­ur og púður­syk­ur sam­an þar til létt og ljóst.
  3. Bætið eggj­um og vanillu sam­an við og hrærið vel.
  4. Blandið hveiti, kakói, lyfti­dufti, mat­ar­sóda og salti sam­an í aðra skál og bætið í deigið smátt og smátt.
  5. Blandið gróft muld­um Oreo-kexbit­um sam­an við og (ef notað) súkkulaði.
  6. Mótið stór­ar kúl­ur (ca. 80–90 g hver), þrýstið létt niður og stráið crumble-blönd­unni ofan á.
  7. Bakið í 11–13 mín­út­ur, eða þar til þær bung­ast aðeins upp og sprung­ur mynd­ast.
  8. Látið kólna í 10 mín­út­ur áður en þær eru færðar á grind.

Oreo-rjóma­ostakrem (val­frjálst til að sprauta ofan á)

  • 100 g rjóma­ost­ur (kald­ur)
  • 50 g smjör (við stofu­hita)
  • 200 g flór­syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 6 Oreo-kex (mul­in mjög smátt)

Aðferð:

  1. Þeytið ost og smjör slétt, bætið vanillu og flór­sykri út í og loks Oreo-muln­ingi.
  2. Sprautið fal­leg­um topp­um með stút.
  3. Kælið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert