Kótelettan á Selfossi er að hefjast

Músík Todmobile verður á Selfossi þar sem Eyþór Arnalds fer …
Músík Todmobile verður á Selfossi þar sem Eyþór Arnalds fer fimlega með sellóstrengina. Morgunblaðið/Eggert

Talið verður í og takt­ur sleg­inn af þunga á tón­list­ar­hátíðinni Kótelett­unni sem verður á Sel­fossi um helg­ina. Hátíðin hefst á upp­hit­un­ar­tón­leik­um sem verða í kvöld, fimmtu­dags­kvöld, á tón­leika­svæði nærri skemmti­staðnum Hvíta hús­inu sem er vest­an Ölfusár þegar ekið er inn í Sel­foss­bæ. Þar mæt­ir hljóm­sveit­in Tod­mobile með Eyþór Arn­alds og fleiri inn­an­borðs. Einnig mæta VÆB, Birn­ir, Út í hött og hljóm­sveit­in Krumma­fót­ur.

Alls koma um 40 núm­er, hljóm­sveit­ir og lista­menn, fram á hátíðinni. Frítt verður inn í kvöld, en aðgangs­eyr­ir gild­ir föstu­dag og laug­ar­dag. „Það er skemmti­legt og sann­ur heiður að fá þessa frá­bæru tón­lista­menn til okk­ar þegar við fögn­um 15 ára af­mæli hátíðar­inn­ar,“ seg­ir Ein­ar Björns­son fram­kvæmda­stjóri hátíðar­inn­ar.

Helg­in verður svo að venju full af tónlist, gleði og viðburðum fyr­ir alla fjöl­skyld­una skv. nán­ari upp­lýs­ing­um á síðunni www.kotelett­an.is. Tón­list­ar­viðburðir verða við Hvíta húsið en ým­is­legt tengt grill­menn­ingu og kjöti í svo­nefnd­um Sig­túns­garði, nærri miðbæn­um nýja á Sel­fossi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert