Getur verið að sumt sé dulin hollusta?

Elísabet Reynis, alla jafna kölluð Beta, kann sitt fag vel …
Elísabet Reynis, alla jafna kölluð Beta, kann sitt fag vel og veit hvar hollustuna er að finna. mbl.is/Eyþór Árnason

Elísa­bet Reyn­is­dótt­ir, Beta Reyn­is, nær­ing­ar­fræðing­ur skrif­ar þegar „heil­brigt“ mataræði ger­ir illt verra og velt­ir fyr­ir sér hvort nikk­el í mat geti verið að valda þér van­líðan og nei­kvæðum ein­kenn­um sem eng­in skýr­ing finnst á.

„Und­an­far­in ár hef ég sér­hæft mig í að vinna með ein­stak­ling­um sem grun­ar að þeir glími við nikk­elóþol – ástand sem get­ur haft djúp­stæð og nei­kvæð áhrif á líðan. Nikk­elóþol er oft van­metið vanda­mál en með mark­vissri vinnu þar sem mataræðið er tekið til end­ur­skoðunar, sem og auk­in fræðsla um áhrif nikk­els í fæðu, hef ég séð marga ná ótrú­leg­um bata og betri líðan.

Hjá þeim ein­stak­ling­um sem þola illa nikk­el í mat get­ur það breytt öllu að draga úr magni nikk­els. Melt­ing­in verður hraðari og létt­ari, mígren­is­köst­um fækk­ar, efna­skipt­in verða betri, húðút­brot­um fækk­ar og líðan al­mennt batn­ar á all­an hátt,“ seg­ir Beta.

Óþol sem fer huldu höfði

Nikk­elóþol er ekki það fyrsta sem flest­ir hugsa um þegar lík­am­inn send­ir frá sér óljós ein­kenni. Samt bend­ir margt til þess að það sé al­geng­ara en áður var talið – jafn­vel miklu al­geng­ara. Nikk­el finnst í flest­um þeim mat­væl­um sem við jafn­an tengj­um við holl­ustu og heil­brigði, og því get­ur verið erfitt að átta sig á or­sök­inni.

Ljós­mynd/​Aðsend

Ein­kenni nikk­elóþols eru mis­mun­andi, en meðal þeirra al­geng­ustu eru:

  • Húðút­brot og kláði
  • Maga­verk­ir, ógleði og uppþemba
  • Þreyta og höfuðverk­ur
  • Óreglu­leg hægðalos­un eða niður­gang­ur

Þessi ein­kenni geta komið fram nokkr­um klukku­stund­um eft­ir máltíð og því oft erfitt að tengja þau matn­um með bein­um hætti.

Óþol eða of­næmi – hver er mun­ur­inn?

Of­næmi er brátt og sterkt ónæm­is­svar lík­am­ans, og get­ur verið lífs­hættu­legt. „Óþol er hins veg­ar ekki bein ónæm­is­svör­un, held­ur oft tengt melt­ing­ar- eða efna­skipta­kerf­inu og lýs­ir sér með þrá­lát­um, oft og tíðum lúmsk­um ein­kenn­um. Það get­ur því tekið tíma að greina tengsl­in – ég tala nú ekki um þegar við erum að borða mat sem við höld­um að sé holl­ur.“

Hvað er nikk­el og hvar finnst það?

Nikk­el er málm­ur sem finnst í nátt­úr­unni og er notaður í ýms­ar vör­ur – allt frá skart­grip­um yfir í eld­un­ar­áhöld. En nikk­el er líka að finna í mat­væl­um eins og súkkulaði, hnet­um, baun­um, höfr­um, ákveðnum ávöxt­um (hind­ber, an­an­as, rús­ín­ur, þurrkaðir ávext­ir, avaka­dó), græn­meti og sumu sjáv­ar­fangi. Allt er þetta fæða sem get­ur inni­haldið hátt hlut­fall nikk­els.

Nikkel er lííka að finna í matvælum eins og súkkulaði, …
Nikk­el er lííka að finna í mat­væl­um eins og súkkulaði, hnet­um, baun­um, höfr­um og ákveðnum ávöxt­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Leiðin til bata

„Ef þig grun­ar að nikk­elóþol geti verið und­ir­liggj­andi þátt­ur í þinni van­líðan er fyrsta skrefið að fá grein­ingu og vinna svo áfram með fagaðila. Með réttri nær­ing­ar­stjórn­un – sem úti­lok­ar nikk­el­rík­ar fæðuteg­und­ir á meðan lík­am­inn jafn­ar sig – þá má draga veru­lega úr ein­kenn­um og bæta lífs­gæði,“ seg­ir Beta enn frem­ur.

„Hlustaðu á lík­amann þinn og ef hann er að kvarta reyndu að finna lausn Ráðgjöf hjá sér­fræðingi get­ur hjálpað til við að tryggja að mataræði þitt verði áfram fjöl­breytt og nær­ing­ar­ríkt. Nikk­elóþol er raun­veru­legt ástand sem krefst vit­und­ar, fræðslu og sam­ræmdra lausna,“ seg­ir Beta að lok­um.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert