Barnamatsskvísur frá þekktum vörumerkjum skortir mikilvæg næringarefni

Hlutverk BBC Panorama var einfaldlega að upplýsa og fræða almenning …
Hlutverk BBC Panorama var einfaldlega að upplýsa og fræða almenning um innihald þessara tilteknu vara. Rannsókn þeirra leiddi í ljós athyglisverðar staðreyndir. Ljósmynd/BBC

Í ít­ar­legri um­fjöll­un og frétta­skýr­ingu á BBC Panorama kem­ur fram að eft­ir að hafa rann­sakað inni­hald á barna­matsskvís­um, sýndu helstu niður­stöður fram á að sex stærstu fram­leiðend­ur Bret­lands væru ekki að upp­fylla nær­ing­arþarf­ir ung­barna.

Rann­sókn­ar­stofa, sem samþykkt var og viður­kennd af bresku fag­gild­ing­arþjón­ust­unni, var feng­in af BBC Panorama til að rann­saka og prófa sem óháður aðili nær­ing­ar­gildi ávaxta-, jóg­úrt- og bragðmik­illa skvísu­poka frá hverj­um af sex leiðandi vörumerkj­un­um í fram­leiðslu á barna­matsskvís­um.

Þetta leiddi rann­sókn­in í ljós

Hlut­verk BBC Panorama var ein­fald­lega að upp­lýsa og fræða al­menn­ing um inni­hald þess­ara til­teknu vara. Rann­sókn þeirra leiddi í ljós meðal ann­ars:

  • Lágt inni­hald járns og C-víta­míns, nær­ing­ar­efni sem eru mik­il­væg fyr­ir þroska og ónæmis­kerfi barna.
  • Sum­ar teg­und­ir inni­halda meira syk­ur­magn en æski­legt er fyr­ir dag­lega neyslu barns og geta valdið tann­skemmd­um og offitu.
  • Marg­ir fram­leiðend­ur merkja „skvís­urn­ar“ „án viðbætts syk­urs“ þó svo að þær inni­haldi mikið af svo­kölluðum „frjáls­um sykri“ sem mynd­ast við mauk­un ávaxta – þetta get­ur verið vill­andi fyr­ir for­eldra, þá ef syk­ur­magn fer yfir æski­lega og ráðlagða dagsneyslu barns.
  • Nokk­ur fyr­ir­tæki aug­lýsa mat­inn fyr­ir börn yngri en 4 mánaða, þvert á ráðlegg­ing­ar heil­brigðis­yf­ir­valda í Bretlandi og Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO).
  • Barna­mat­ur­inn er markaðssett­ur með já­kvæðum orðum („full­komið jafn­vægi“, „heil­næmt“) en nær­gildi stenst oft ekki full­yrðing­arn­ar.
  • Skvís­ur með kjöti inni­héldu mjög lítið járn miðað við dag­leg­ar þarf­ir.
  • Marg­ir for­eldr­ar láta börn sjúga beint úr skvís­unni, sem get­ur haft áhrif á tann­heilsu og melt­ingu.

Vill­andi markaðssetn­ing

Rann­sókn­in vakti upp áhyggj­ur sér­fræðinga á vill­andi markaðssetn­ingu, skorti á reglu­verki og áhrif­um á heilsu barna.

Sér­fræðing­ar sögðu BBC Panorama að ung börn ættu að vera vernduð fyr­ir viðskipta­hags­mun­um en stjórn­völd sögðu að gild­andi lög settu þegar fram nær­ing­ar­kröf­ur fyr­ir barna­mat. Þeir hafa jafn­framt sagt við BBC og höf­unda frétta­skýr­ing­ar­inn­ar að vör­urn­ar ættu að vera notaðar spar­lega. Þær ættu ekki að koma í stað heima­gerðra máltíða þar sem þær gætu mögu­lega valdið heilsu­far­svanda­mál­um barna ef þær eru notaðar sem aðal­nær­ing­ar­gjafi þeirra til lengri tíma.

Hins veg­ar hafa sér­fræðing­ar í lýðheilsu verið sam­mála um að segja við BBC að ekk­ert for­eldri ætti að finna til sekt­ar­kennd­ar fyr­ir að nota vör­urn­ar. Öll fyr­ir­tæk­in lögðu áherslu á að þau væru staðráðin í að veita nær­ing­ar­rík­ar vör­ur fyr­ir ung­börn og að vör­ur þeirra væru ætlaðar sem viðbót­ar­hluti af fjöl­breyttu mataræði barns­ins frá upp­hafi.

Eft­ir að frétta­skýr­ing­in var birt hafa nokkr­ir af fram­leiðend­un­um brugðist við og gert breyt­ing­ar á merk­ing­um, inni­halds­lýs­ing­um o.fl. til að mæta viðmiðum breskra stjórn­valda.

Nán­ar er hægt að lesa um rann­sókn­ina og frétta­skýr­ingu BBC Panorama sem sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert