Í ítarlegri umfjöllun og fréttaskýringu á BBC Panorama kemur fram að eftir að hafa rannsakað innihald á barnamatsskvísum, sýndu helstu niðurstöður fram á að sex stærstu framleiðendur Bretlands væru ekki að uppfylla næringarþarfir ungbarna.
Rannsóknarstofa, sem samþykkt var og viðurkennd af bresku faggildingarþjónustunni, var fengin af BBC Panorama til að rannsaka og prófa sem óháður aðili næringargildi ávaxta-, jógúrt- og bragðmikilla skvísupoka frá hverjum af sex leiðandi vörumerkjunum í framleiðslu á barnamatsskvísum.
Hlutverk BBC Panorama var einfaldlega að upplýsa og fræða almenning um innihald þessara tilteknu vara. Rannsókn þeirra leiddi í ljós meðal annars:
Rannsóknin vakti upp áhyggjur sérfræðinga á villandi markaðssetningu, skorti á regluverki og áhrifum á heilsu barna.
Sérfræðingar sögðu BBC Panorama að ung börn ættu að vera vernduð fyrir viðskiptahagsmunum en stjórnvöld sögðu að gildandi lög settu þegar fram næringarkröfur fyrir barnamat. Þeir hafa jafnframt sagt við BBC og höfunda fréttaskýringarinnar að vörurnar ættu að vera notaðar sparlega. Þær ættu ekki að koma í stað heimagerðra máltíða þar sem þær gætu mögulega valdið heilsufarsvandamálum barna ef þær eru notaðar sem aðalnæringargjafi þeirra til lengri tíma.
Hins vegar hafa sérfræðingar í lýðheilsu verið sammála um að segja við BBC að ekkert foreldri ætti að finna til sektarkenndar fyrir að nota vörurnar. Öll fyrirtækin lögðu áherslu á að þau væru staðráðin í að veita næringarríkar vörur fyrir ungbörn og að vörur þeirra væru ætlaðar sem viðbótarhluti af fjölbreyttu mataræði barnsins frá upphafi.
Eftir að fréttaskýringin var birt hafa nokkrir af framleiðendunum brugðist við og gert breytingar á merkingum, innihaldslýsingum o.fl. til að mæta viðmiðum breskra stjórnvalda.
Nánar er hægt að lesa um rannsóknina og fréttaskýringu BBC Panorama sem sjá hér.