Geggjað desembersalat með hnetum

Algjör himnasending þetta salat með eplum og valhnetukjörnum.
Algjör himnasending þetta salat með eplum og valhnetukjörnum. mbl.is/thefoodclub.dk_Ditte Ingemann

Það verður allt svo­lítið meira jóla­legra með val­hnetu­kjörn­um og rauðum epl­um. Þetta geggjaða sal­at er akkúrat það sem við erum að sækj­ast eft­ir í des­em­ber. Hent­ar vel með kjöti.

Geggjað des­em­ber­sal­at með hnet­um

Vista Prenta

Geggjað des­em­ber sal­at með hnet­um (fyr­ir 4)

  • 100 g græn­kál
  • 100 g seljurót
  • 2 rauð epli
  • 2 blaðsell­e­rís­stöngl­ar
  • 1 skallott­lauk­ur
  • 100 g val­hnet­ur eða pek­an­hnet­ur

Dress­ing:

  • 1 stórt hvít­lauksrif, smátt saxað
  • 2 msk. sítr­ónusafi
  • Raspaður sítr­ónu­börk­ur
  • 1 msk. fljót­andi hun­ang
  • 4 msk. ólífu­olía

Aðferð:

  1. Saxið græn­kálið smátt og setjið í skál.
  2. Blandið öll­um hrá­efn­un­um sam­an í dress­ing­una og smakkið til.
  3. Hellið dress­ing­unni yfir græn­kálið og blandið vel sam­an.
  4. Skerið selju­rót­ina og epli í þunn­ar skíf­ur eða bita og setjið út í skál­ina. Skerið blaðsell­e­rí í þunn­ar skíf­ur og saxið lauk­inn smátt. Blandið öllu sam­an við sal­atið og látið standa í 30 mín­út­ur.
  5. Dreifið gróf­söxuðum hnet­um yfir áður en borið er fram.
mbl.is/​thefoodclub.dk_Ditte Ingemann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert