Þessar brúsettur eru hreint út sagt stórkostlegar! Því hér eru það fíkjur sem spila stórt hlutverk fyrir bragðlaukana. Berðu brúsetturnar fram sem forrétt eða sem léttan rétt í næsta boði og allir gestirnir munu elska hann.
Forréttur sem gestirnir munu elska
- 1 gróft snittubrauð
- 2 msk ólífuolía
- 1 stórt hvítlauksrif
- 3 ferskar fíkjur
Ricotta-krem:
- 100 g ricotta
- ½ tsk. sjávarsalt (Norðursalt)
- 2 tsk. ólífuolía
Annað:
- 2 tsk. fljótandi hunang
- 4 stilkar ferskt timían
Aðferð:
- Skerið snittubrauðið í 12 skífur og penslið hverja og eina með ólífuolíu. Steikið á báðum hliðum á heitri pönnu, þar til gylltar og stökkar.
- Skerið hvítlaukinn til helminga og nuddið brauðið með hvítlauknum.
- Hrærið ricotta ostinum saman við salt og ólífuolíu í skál.
- Skolið fíkjurnar og skerið í 4 hluta.
- Smyrjið ricottakreminu á brauðið, leggið fíkju ofan á og dreypið hunangi yfir. Leggið á disk eða bakka og skreytið með ferskum timían greinum og kryddið með smá salti.