Forréttur sem gestirnir munu elska

Algjörlega frábær forréttur!
Algjörlega frábær forréttur! mbl.is/femina.dk_Betina Hastoft

Þess­ar brú­sett­ur eru hreint út sagt stór­kost­leg­ar! Því hér eru það fíkj­ur sem spila stórt hlut­verk fyr­ir bragðlauk­ana. Berðu brú­sett­urn­ar fram sem for­rétt eða sem létt­an rétt í næsta boði og all­ir gest­irn­ir munu elska hann.

For­rétt­ur sem gest­irn­ir munu elska

Vista Prenta

For­rétt­ur sem gest­irn­ir munu elska

  • 1 gróft snittu­brauð
  • 2 msk ólífu­olía
  • 1 stórt hvít­lauksrif
  • 3 fersk­ar fíkj­ur

Ricotta-krem:

  • 100 g ricotta
  • ½ tsk. sjáv­ar­salt (Norður­salt)
  • 2 tsk. ólífu­olía

Annað:

  • 2 tsk. fljót­andi hun­ang
  • 4 stilk­ar ferskt timí­an

Aðferð:

  1. Skerið snittu­brauðið í 12 skíf­ur og penslið hverja og eina með ólífu­olíu. Steikið á báðum hliðum á heitri pönnu, þar til gyllt­ar og stökk­ar.
  2. Skerið hvít­lauk­inn til helm­inga og nuddið brauðið með hvít­laukn­um.
  3. Hrærið ricotta ost­in­um sam­an við salt og ólífu­olíu í skál.
  4. Skolið fíkj­urn­ar og skerið í 4 hluta.
  5. Smyrjið ricottakrem­inu á brauðið, leggið fíkju ofan á og dreypið  hun­angi yfir. Leggið á disk eða bakka og skreytið með fersk­um timí­an grein­um og kryddið með smá salti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert