Ristað brauð sem bragðast eins og jólin

Þetta er alveg ólýsanlega gott á bragðið og við mælum …
Þetta er alveg ólýsanlega gott á bragðið og við mælum með að prófa. mbl.is/anneauchocolat.dk

Góðan dag­inn og gleðileg jól! Ef þetta kall­ast mik­il­væg­asta máltíð dags­ins, þá vilj­um við vakna alla daga við morg­un­verð sem þenn­an. Hér er jól­un­um hrein­lega stráð yfir pönnu­steikt brauð og ekki yfir neinu að kvarta.

Ristað brauð sem bragðast eins og jólin

Vista Prenta

Ristað brauð sem bragðast eins og jól­in (fyr­ir 2)

  • 1 egg
  • 2 msk syk­ur
  • ½ tsk kanill
  • 1 dl mjólk
  • 4 brauðsneiðar að eig­in vali
  • 30 g smjör til steik­ing­ar

Annað:

  • 1-2 msk syk­ur
  • aukakanill
  • fersk blá­ber
  • hesli­hnet­ur
  • dökkt súkkulaði, smátt saxað

Aðferð:

  1. Pískið sam­an egg, syk­ur, kanil og mjólk í skál. Dýfið brauðinu í eggjamass­ann og steikið það upp úr smjöri á pönnu þar til gyllt á lit.
  2. Setjið brauðið á tvo diska.
  3. Stráið sykri, kanil, fersk­um blá­berj­um, hesli­hnet­um og súkkulaði yfir og berið strax fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert