Heimagerður jólasnaps með chili

Bragðgóður jólasnaps.
Bragðgóður jólasnaps. Mbl.is/Alt.dk_Betina Hastoft

Það er alls ekki flókið að búa til sinn eigin jólasnaps heima. Hér er uppskrift að auðveldum og bragðgóðum snaps með chili og rósmarín.

Jólasnaps með chili

  • 1-3 rauð chili, ekki of sterkt
  • 1-2 stilkar ferskt rósmarín
  • 1 flaska tilbúinn Brøndums Snaps eða Vodka

Aðferð:

  1. Afhýðið chilíið og fjarlægið kjarnann og steinana úr ef þið viljið ekki hafa það of sterkt.
  2. Skolið og þurrkið rósmarínstilkana.
  3. Setjið chilí og rósmarín í hreina flösku. Hellið snapsinu yfir og látið liggja í bleyti í 2-7 daga eftir því hversu sterkt þið viljið hafa bragðið.
  4. Síið snapsið í gegnum fínt sigti/síu og settu það í hreina flösku. Ef þér finnst snapsið vera orðið of sterkt, þá má þynna það út með hreinu snapsi eða vodka áður en það er borið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka