Það er alls ekki flókið að búa til sinn eigin jólasnaps heima. Hér er uppskrift að auðveldum og bragðgóðum snaps með chili og rósmarín.
Jólasnaps með chili
- 1-3 rauð chili, ekki of sterkt
- 1-2 stilkar ferskt rósmarín
- 1 flaska tilbúinn Brøndums Snaps eða Vodka
Aðferð:
- Afhýðið chilíið og fjarlægið kjarnann og steinana úr ef þið viljið ekki hafa það of sterkt.
- Skolið og þurrkið rósmarínstilkana.
- Setjið chilí og rósmarín í hreina flösku. Hellið snapsinu yfir og látið liggja í bleyti í 2-7 daga eftir því hversu sterkt þið viljið hafa bragðið.
- Síið snapsið í gegnum fínt sigti/síu og settu það í hreina flösku. Ef þér finnst snapsið vera orðið of sterkt, þá má þynna það út með hreinu snapsi eða vodka áður en það er borið fram.