Aðventukaka með hvítsúkkulaðimús og stökkum botni

Girnileg terta með hvítsúkkulaðimús og piparkökubotni.
Girnileg terta með hvítsúkkulaðimús og piparkökubotni. Mbl.is/Vorhús

Hér er á ferðinni afar girni­leg terta sem fang­ar aðvent­una er hún er lögð á borð. Þessa köku er til­valið að gera dag­inn áður en ætl­un­in er að bera hana fram til að vinna sér í hag­inn að sögn Vor­hús sem deildi upp­skrift­inni á heimasíðu sinni.

„Við hjá Vor­hús erum svo heppn­ar að eiga vini sem reka fyr­ir­tækið Matlif­un og þau sendu okk­ur þessa upp­skrift og smakk sem rann ljúf­lega niður einn eft­ir­miðdag­inn.“

Aðventukaka með hvítsúkkulaðimús og stökkum botni

Vista Prenta

Aðventukaka með hvítsúkkulaðimús og stökk­um botni

Botn

  • 70 g fín­malaðar pip­ar­kök­ur
  • 50 g syk­ur
  • 2 egg
  • ½ tsk. lyfti­duft

Hvítsúkkulaðimús

  • 320 g safi úr manda­rín­um
  • 3 mat­ar­líms­blöð
  • 200 g hvítt súkkulaði
  • 320 g léttþeytt­ur rjómi
  • 5 pip­ar­kök­ur, muld­ar
  • 1 manda­rína

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 170°C með blæstri.
  2. Þeytið egg og syk­ur í hræri­vél þar til ljóst og létt.
  3. Bætið lyfti­dufti og pip­ar­kök­um fín­möluðum var­lega sam­an við.
  4. Setjið í hring­laga form (við notuðum 22 cm form) með bök­un­ar­papp­ír.
  5. Bakið í 15-20 mín­út­ur.

Hvítsúkkulaðimús

  1. Setjið mat­ar­líms­blöðin í kalt vatn í minnst 5 mín­út­ur.
  2. Sjóðið manda­rínusaf­ann niður til helm­inga þar til eft­ir eru 160 g af safa. Þegar saf­inn er soðinn niður er hvíta súkkulaðið sett sam­an við, þar næst mat­ar­líms­blöðin. Ef bland­an byrj­ar að stífna mikið er hægt að hita hana aðeins á hellu til að ná betri áferð.
  3. Látið blönd­una kólna niður í ca 35°C.
  4. Blandið 1/​3 af léttþeytta rjóm­an­um var­lega sam­an við hvítsúkkulaðiblönd­una þar til rjóm­inn bland­ast full­kom­lega. Því næst er af­gang­in­um af rjóm­an­um blandað var­lega sam­an við.
  5. Klæðið form með plast­filmu að inn­an.
  6. Leggið pip­ar­köku­botn­inn neðst og hellið helm­ingi músar­inn­ar yfir.
  7. Bætið við léttmuld­um pip­ar­kök­um og 10 niður­skorn­um manda­rínu­bát­um (ca 1 manda­rína).
  8. Hellið rest­inni af mús­inni yfir. Látið stífna í ís­skáp í minnst sex klukku­stund­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert