Háheilög jólapavlóva sem bragð er af

Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Þessi undurfagra pavlóva gerir hátíðarborðið enn fegurra en hægt er að ímynda sér. Við hvetjum ykkur þó til að bíða með að setja hana saman fyrr en rétt áður en hún er borin fram.

Upp­skrift­in birt­ist fyrst í Hátíðarmat­ar­blaði mbl og Hag­kaups sem helgað var villi­bráð að þessu sinni.

Háheilög jólapavlóva sem bragð er af

  • 12 eggjahvítur
  • 640 g sykur
  • 2 tsk. kartöflumjöl
  • 4 tsk. hvítvínsedik

Aðferð:

  1. Byrjið á að ákveða hvaða disk pavlóvan á að fara á. Ákveðið hversu mikið þvermálið á neðsta botninum á að vera og gerið sex aðra hringi, hver örðum minni.
  2. Byrjið á að þeyta eggjahvíturnar. Bætið sykrinum hægt og rólega saman við. Þegar hann er allur kominn út í er kartöflumjölinu og hvítvínsedikinu bætt rólega saman við.
  3. Hér er formið augljóslega aðalatriðið og til að gera svona fínerí skal setja allan marengsinn í eina góða klessu á ofnplötuna sem er að sjálfsögðu með smjörpappír. Trixið er að draga hliðarnar upp með skeið. Prófið ykkur áfram og finnið hvernig marengsinn lætur að stjórn. Reynið síðan að forma hálfgerða holu í miðjuna til að setja fyllinguna í.
  4. Bakið í miðjum ofni á 110°C í 90 mínútur og látið síðan kólna inn í ofni. Helst yfir nótt.
  5. Þeytið 1 lítra af rjóma og bragðbætið að vild. Vinsælt er að setja líkjör eða bráðið súkkulaði samanvið til að fá enn betra bragð.
  6. Kökunni er svo raðað saman rétt áður en á að bera hana fram. Byrjið á að setja botn, því næst vel af kirsuberjasósu, svo rjóma og ávexti og koll af kolli.
  7. Athugið að jólatréð hefur takmarkaðan líftíma og því þarf að borða það fljótlega eftir að það er borið á borð - ellegar veltur það um koll. Ekki skera tréð heldur mælum við með að þið liftið efstu hæðunum af og setjið á diska en þegar neðar er komið má skera.
Sykurhúðaðir ávextir gera ótrúlega mikið fyrir tréð en aðferðin er afar einföld. Takið eina eggjahvítu og pískið saman við tvær teskeiðar af vatni. Dýfið berjunum ofan í, setjið á disk til að það leki að eins af þeim og loks skal velta þeim upp úr hvítum strásykri. Setjið berin á smjörpappír meðan þau eru að þorna og notið síðan til að skreyta jólatréð og hvaðeina annað sem ykkur dettur í hug.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka