Jólaísinn í ár

Kristinn Magnússon
Við kynnum með miklu stolti Jólaísinn í ár en það er Pipp-ís. Hann er fáránlega góður og ferskur.

Upp­skrift­in birt­ist fyrst í Hátíðarmat­ar­blaði mbl og Hag­kaups sem helgað var villi­bráð að þessu sinni.

Pipp-ís með jarðarberjum, hvítu súkkulaði og bismark mulningi
  • 4 stk. eggjarauður
  • 3 msk. sykur
  • 5 dl rjómi
  • 150 g pipp-myntusúkkulaði
  • 150 g bismark-molar
  • 200 g jarðarber
  • 150 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

  1. Bismark-molarnir muldir smátt, sirka 3 msk. teknar til hliðar til að skreyta ísinn eftir á, jarðarberin og súkkulaðið skorið smátt einnig.
  2. Rjóminn þeyttur og í annarri skál eru eggjarauðurnar og sykur hrært saman þar til létt og ljóst. Síðan er öllu blandað varlega saman með sleikju, sett í form og fryst í 6 klst.
  3. Þá er ísnum hvolft úr forminu á fallegan disk.
  4. Hvíta súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og hellt yfir ísinn og að lokum er restinni af biskmark-mulningnum stráð yfir.
Þessi ís er alveg hreint fáránlega góður og við hvetjum ykkur eindregið til að skapa ykkur þá hefð að vera með jólaísinn. Hægt er að leika sér endalaust með bragðið en grunnurinn er alla jafna bara sykur, rjómi og eggjarauður. Síðan má bræða súkkulaði, skera niður í bita, setja ferska ávexti og eiginlega allt sem ykkur dettur í hug. Sumir setja kökudeig, marengsbita, sultu, sósur eða eitthvað í þá veruna. Í sumum jólaboðum mæta allir með ís og velja sigurvegara og eins höfðum við spurnir af jólaboði þar sem versti ísinn er valinn ár hvert og leggja menn ýmislegt á sig til þess að búa til eins vondan ís og hugsast getur.
Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka