Brokkolísalat sem bræðir bragðlaukana

Kristinn Magnússon
Brokkolísalat sem bræðir bragðlaukana
  • 1 haus brokkolí, skorinn í passlega munnbita
  • ½ haus fjólublátt blómkál, skorið í passlega munnbita
  • 2 msk. hitaþolin olía
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 50 g radísur, skornar í báta
  • 100 g kasjúhnetur
  • 2 msk. bbq-sósa
  • 1-2 tsk. rifinn appelsínubörkur
  • skvetta af ólífuolíu

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 160°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Setjið kasjúhneturnar í skál og bbq-sósuna yfir og blandið þar til kajsúhneturnar eru orðnar vel húðaðar af sósunni.
  2. Dreifið á ofnplötuna og bakið í um 15 mínútur. Hrærið á ca. 3 mínútna fresti til að hneturnar bakist og dragi í sig bbq-bragðið.
  3. Hitið olíu á pönnu. Þegar hún er orðin heit, steikið fyrst brokkolíið og síðan blómkálið og kryddið með sjávarsalti.
  4. *Setjið í skál, bætið radísum út í og stráið örlátlega af kasjúhnetunum yfir.
  5. *Gott að rífa smá börk yfir ásamt smá skvettu af ólífuolíu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka