Svona gerir þú fullkominn jafning (uppstúf)

Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Það er fátt sem toppar gott hangkjöt. Sumir elska sitt hangikjöt heitt með soðnum kartöflum og góðum uppstúf en aðrir borða það kalt og helst með kartöflusalati. Hvernig sem þú borðar það þá eru engin jól án þess að gæða sér á gómsætu hangikjöti og meðlæti.
Upp­skrift­in birt­ist í Hátíðarmat­ar­blaði mbl og Hag­kaup. Blaðið er hægt að nálg­ast HÉR.
Hangikjöt og uppstúfur
  • 1 stk. Hagkaups-hangikjöt saltminna
  • 2 msk. sykur

Aðferð:

  1. Ef á að bera hangikjötið fram heitt er það sett í pott með köldu vatni og hitað upp að suðu.
  2. Þá er bætt 2 msk. af sykri út í vatnið og síðan soðið í 45 mínútur á hvert kg.
  3. Tekið upp úr og skorið niður í sneiðar.
  4. Ef á að bera hangikjötið fram kalt er það sett í pott með köldu vatni og hitað upp að suðu.
  5. Þá er 2 msk. af sykri bætt út í vatnið og síðan soðið í 40 mínútur á hvert kg.
  6. Þá slökkt undir og hangikjötið látið kólna í soðinu.

Uppstúfur

  • 120 g smjör
  • 100 g hveiti
  • 800 ml mjólk
  • 200 ml soð af hangikjötinu
  • 1 msk. sykur
  • salt og hvítur pipar
  • múskat á hnífsoddi (má sleppa)

Aðferð:

  1. Smjörið er brætt á lágum hita í potti, þá er hveitinu bætt saman við og hrært þar til þykk blanda hefur myndast.
  2. Helmingi af mjólkinni hellt saman við og hrært þar til þykknar aftur, þá er restinni af mjólkinni bætt saman við og síðan soðinu og sykrinum.
  3. Best er að hafa ekki of háan hita undir pottinum því þessi blanda brennur við mjög auðveldlega.
  4. Sósan er að lokum smökkuð til með salti, hvítum pipar og múskati fyrir þá sem vilja.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka