Fasani með trufflurísottó og smjörsteiktum sveppum

Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Fashani er herramannsmatur og ótrúlega skemmtilegur á bragðið. Hér er hann framreiddur með beikonblæju og kom sú úfærsla ótrúlega vel út og við mælum með að þið prófið enda er fashani fyrirtaksmatur.

Uppskriftina er að finna í Hátíðarmatarblaði mbl og Hagkaup sem hægt er að nálgast HÉR.

Fasani með trufflurísottó og smjörsteiktum sveppum

Fasani

  • 2 stk. fasani
  • 1 dl olía
  • 75 g smjör
  • 8-10 sneiðar beikon
  • Timían
  • Salt
  • Pipar

Kryddjurta-mayo

  • 200 g Hellmann's mayo
  • 2 stk. hvítlauksgeirar
  • 3 greinar timían – pillað af greinunum
  • 1 grein rósmarín – pillað af greininni
  • Salt

Aðferð:

  1. Fasaninn þerraður, saltaður og pipraður. Þá er olían og smjörið hitað í djúpri pönnu þar til byrjar að freyða aðeins, þá er fasaninn steiktur í olíunni/smjörinu á öllum hliðum.
  2. Þegar hann er orðinn gullinbrúnn er hann settur í eldfast mót ásamt öllu smjörinu.
  3. Bringurnar þerraðar örlítið og majónesinu smurt yfir og beikonið breitt yfir fuglinn.
  4. Nokkrar timíangreinar eru settar inn í fuglinn og hann settur inn í heitan ofn á 180°C í um það bil 45 mínútur.
  5. Tvisvar á þeim tíma er gott að taka fasanann út og ausa yfir hann smjörinu úr fatinu.
  6. Hann þarf þá að hvíla í allavega 10 mínútur áður en hann er skorinn og borðaður.

Trufflurísottó

  • 2 pakkar truffle risotto il Boschetti

Aðferð:

  1. Tilbúnir trufflurísottó-pakkar, leiðbeiningum á pakkningum fylgt. Mæli með að nota smá hvítvín út í grjónin til að byrja með.

Smjörsteiktir sveppir

  • 400 g sveppir – allskonar
  • 40 g smjör
  • 1 stk. hvítlauksrif – rifin
  • 2 timíangreinar
  • Olía
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Sveppirnir skornir í frekar stóra bita. Panna hituð með smá af olíu og smjörinu.
  2. Sveppirnir settir út á pönnuna þegar smjörið er farið að freyða aðeins.
  3. Steiktir í um það bil mínútu, þá er hvítlauknum og timíangreininni bætt út á og hrært vel í, steikt þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir og farnir að brúnast.
  4. Smakkað til með salti og pipar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka