Kalkúnaskip með meiriháttar meðlæti

Þessi máltíð er klárlega á topp tíu enda bæði æðislega bragðgóð og mjög einföld. Kalkúnninn er léttur í maga og við mælum með að þið gerið vel af meðlætinu og hafið góða sósu með því það er svo gott að gæða sér á afgöngum næstu daga.

Kalkúnaskip með æðislegu meðlæti

  • 1 kalkúnaskip frá Hagkaup
  • 1 rauðlaukur
  • 3 sellerístilkar
  • 1 hvítlaukur
  • 1 appelsína
  • timían
  • rósmarín
  • salt
  • pipar
  • góð ólífuolía
  • rósakál
  • beikon
  • sveppir

Aðferð:

  1. Setjið olíu í botninn á eldföstu móti. 
  2. Skerið niður rauðlauk, sellerí, hvítlauk og appelsínur og setjið í botninn á mótinu ásamt nokkrum greinum af timían. 
  3. Leggið kalkúnaskipið ofan á. 
  4. Kryddið vel með Bezt á kalkúninn-kryddi.
  5. Hellið góðri ólífuolíu yfir. 
  6. Setjið inn í ofn samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  7. Skerið niður beikon.
  8. Snyrtið rósakálið og skerið niður ef þarf. 
  9. Setjið olíu í pott, steikið beikonið og setjið rósakálið saman við. 
  10. Saltið og kryddið.
  11. Skerið sveppina í fernt og setið út í pottinn. 
  12. Skerið sætu kartöflurnar niður og setjið í eldfast mót ásamt nokkrum greinum af timían og rósmaríni. Hellið vel yfir af góðri olíu og saltið og piprið rausnarlega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka