Nutella-jólatré sem er svívirðilega gott

Súkkulaðijólatré er ómissandi á aðventunni.
Súkkulaðijólatré er ómissandi á aðventunni. mbl.is/Nutella

Við erum dott­in inn í ham­ingju­rík­asta tíma­bil árs­ins  þegar við hám­um í okk­ur (í hófi) góðgæti og girni­leg­an mat með okk­ar nán­asta fólki. 

Við dutt­um niður á þessa ein­földu og girni­legu upp­skrift að súkkulaðijóla­tré sem smellpass­ar í jóla­bröns­inn og hrá­efna­list­inn er tal­inn upp á ann­arri hendi. Þetta þarf alls ekki að vera flókið og er það sjaldn­ast þegar Nu­tella á í hlut. 

Þetta er allt sem til þarf:

  • 2 smjör­deigs­ark­ir
  • 1/​2 krukka af Nu­tella
  • egg til að pensla
  • Leggið smjör­deigið á bök­un­ar­papp­ír og penslið með Nu­tella. Leggið því næst hitt smjör­deigið yfir. Skerið út jóla­tréð, skreytið og bakið í ofni í 25 mín­út­ur. Stráið flór­sykri yfir og berið fram. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert