Hamborgarhryggurinn með besta gljáanum

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hér erum við með hreint dásamlegan hamborgarhrygg en hann er úr smiðju Hagkaups og þarf ekki að sjóða. Þess í stað er nóg að setja hann í eldfast mót eða ofnskúffu.

Hamborgarhryggur er frábær einn og sér en með góðum gljáa verður hann stórbrotinn. Við viljum meina að þessi gljái hér sé sá allra besti og skorum á ykkur að prófa þessa dásemd því hún getur ekki klikkað.

Hamborgarhryggurinn með besta gljáanum

  • 1 Hagkaups hamborgarhryggur

Aðferð:

  1. Hamborgarhryggurinn er settur í eldfast mót eða ofnskúffu ásamt 6 dl af köldu vatni. Settur í ofn á 160°C í 90 mínútur. Þá er hann tekinn út, penslaður með gljáanum og settur aftur inn í ofn í 15 mínútur, en þá á 220°C.

Gljái

  • 150 g púðursykur
  • 3 msk. Dijon-sinnep
  • 2 msk. Egils appelsínuþykkni

Aðferð:

Öllu hrært saman og penslað á hrygginn. Ekki er verra að skera niður appelsínu og raða sneiðunum á hrygginn.

Jólablað
Jólablað Kristinn Magnússon


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka