Dýrindis kaffitrufflur með Kahlúa

Kaffitrufflur með kahlua líkjöri eru ómótstæðilega góðar.
Kaffitrufflur með kahlua líkjöri eru ómótstæðilega góðar. mbl.is/GRGS

Kaffitruffl­ur með Kahlúa-kaffilí­kjör eru mætt­ar hér á borðið - ómót­stæðilega gott kon­fekt sem full­komn­ar jóla­hátíðina. Upp­skrift­in kem­ur frá Völlu á GRGS.

Dýrindis kaffitrufflur með Kahlúa

Vista Prenta

Dýr­ind­is kaffitruffl­ur með Kahlúa

  • 250 g suðusúkkulaði
  • 120 ml rjómi
  • 2 msk. Kahlúa-kaffilí­kjör
  • 1 tsk. skyndikaffi­duft
  • 1 msk. smjör
  • 250 g rjómasúkkulaði
  • 50 g suðusúkkulaði
  • Kaffi­baun­ir

Aðferð:

  1. Saxið súkkulaðið og setjið í hitaþolna skál.
  2. Setjið rjóma, kaffilí­kjör, kaffi­duft og smjör sam­an í lít­inn pott og hitið að suðu. Hellið yfir súkkulaðið og látið standa í 1 mín. Hrærið sam­an og kælið yfir nótt.
  3. Takið skál­ina úr kæli og mótið litl­ar kúl­ur. At­hugið að það þarf að vinna það svo­lítið hratt þar sem fyll­ing­in gæti verið fljót að bráðna. Raðið kúl­un­um á plötu klædda bök­un­ar­papp­ír.
  4. Bræðið rjómasúkkulaði yfir vatnsbaði, temprið súkkulaðið. Dýfið hverri kúlu í súkkulaðið. Mér finnst best að nota tvo litla gaffla í verkið. Látið sem mest af súkkulaði leka af áður en kúl­an er sett á bök­un­ar­papp­ír­inn.
  5. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði eða í ör­bylgju­ofni. Dreifið óreglu­lega yfir hverja kúlu og skreytið með einni kaffi­baun. Geym­ist í kæli.
mbl.is/​GRGS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert