Súkkulaðimúsin sem bragðast eins og jólin

Eitt sett sörumús að hætti Lindu Ben.
Eitt sett sörumús að hætti Lindu Ben. Mbl.is/Linda Ben

Enn einn girni­legi eft­ir­rétt­ur­inn sem við sjá­um á borðum fyr­ir hól­in. Eitt sett sörumús að hætti Lindu Ben - gjörið svo vel. 

„Ég mæli með því að gera súkkulaðimús­ina með fyr­ir­vara en ekki setja mús­ina ofan á botn­ana fyrr en sam­dæg­urs þar sem þeir blotna með tím­an­um og það er betra þegar þeir eru svo­lítið stökk­ir,“ seg­ir Linda.

Súkkulaðimúsin sem bragðast eins og jólin

Vista Prenta

Lakk­rís-súkkulaðimús að hætti Lindu Ben

  • 3 eggj­ar­auður
  • 100 g vatn
  • 100 g syk­ur
  • 300 g Eitt Sett rjómasúkkulaði
  • 100 g mjúkt smjör
  • 500 ml rjómi
  • 300 g Barón Súkkulaði

Botnakröns

  • 3 eggja­hvítur
  • 1/​3 tsk. salt
  • 1/​3 tsk. cream of tart­ar
  • 50 g syk­ur
  • 200 g flórsyk­ur
  • 200 g möndl­umjöl

Aðferð:

  1. Þeytið eggj­ar­auður í hræri­vél þar til bland­an er orðin létt og ljós. Hitið vatn og syk­ur í potti í um 3 mínútur eða þar til syk­ur­inn hef­ur náð að leys­ast upp í vatn­inu. Hellið syk­ur­vatn­inu sam­an við eggj­ar­auðurn­ar í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Þeytið þar til bland­an er loft­mik­il og nánast hvít að lit.
  2. Bræðið Eitt Sett súkkulaðið. Hellið því næst súkkulaðibráðinni sam­an við eggja­blönd­una í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Stoppið reglu­lega og skafið hliðar skálar­inn­ar með sleikju svo allt bland­ist vel sam­an. Skerið mjúka smjörið í litla bita og þeytið það sam­an við.
  3. Geymið kremið inni í ísskáp yfir nótt.
  4. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 175°C með yfir- og und­ir­hita.
  5. Setjið eggja­hvítur í skál ásamt salti og cream of tart­ar, þeytið þar til bland­an freyðir og bætið þá sykr­in­um út í. Þeytið þar til stífir topp­ar mynd­ast.
  6. Blandið sam­an flórsykri og möndl­umjöli. Bætið út í eggja­hvítublönd­una og veltið var­lega sam­an við með sleikju þar til sam­lagað.
  7. Hellið deig­inu ofan í sprautu­poka með hring­laga stút.
  8. Sprautið á smjörpappírsklædd­ar ofn­plötur þannig að hver kaka sé u.þ.b. 4 cm í þvermál. Bakið í u.þ.b. 12 mín. Leyfið kökun­um að kólna.
  9. Takið u.þ.b. 4-6 botna og brjótið hvern botn í u.þ. 2-4 bita, setjið í glös sem bera á súkkulaðimús­ina fram í.
  10. Setjið súkkulaðimús yfir og sléttið topp­inn.
  11. Bræðið helm­ing­inn af Barón súkkulaðinu yfir vatnsbaði, takið súkkulaðið af hit­an­um og brjótið hinn helm­ing­inn af súkkulaðinu út í súkkulaðið. Hrærið var­lega sam­an þar til allt hef­ur bráðnað, setjið skál­ina helst ekki aft­ur ofan í heita vatnið, það er eðli­legt að þetta taki svo­litla stund (með því að bræða súkkulaðið svona hægt verður það aft­ur stökkt þegar það stirðnar aft­ur).
  12. Setjið súkkulaði yfir mús­ina með te­skeið og sléttið svo var­lega með te­skeið. Leyfið súkkulaðinu að stirðna og berið svo eft­ir­rétt­inn fram.

 

Mbl.is/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert