Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu

Humarsalat með grilluðum aspas og sítrónu.
Humarsalat með grilluðum aspas og sítrónu. mbl.is/Eyþór kokkur

Það má leggja þetta girnilega humarsalat á borðið  og láta þar við sitja - því þetta gætum við borðað sem forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Uppskriftin kemur frá Eyþóri kokki sem kann svo sannarlega að töfra fram réttina í eldhúsinu.

Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu

  • 50 g majónes 
  • 50 g sýrður rjómi   
  • 500 g humar í skel - ca. 200 g pillaður humar 
  • 1 grænt epli - skrælt og skorið í litla kubba 
  • Safi úr ½ sítrónu 
  • ½ hvítlauksrif - fínt rifið
  • 1 msk. skorið dill
  • Ólífuolía til steikingar 
  • Sjávarsalt 
  • Hvítur pipar úr kvörn.
  • Steikið humarinn upp úr ólífuolíunni og kryddið með saltinu og piparnum. Kælið humarinn. 
Aðferð:
  1. Blandið saman majónesinu, sýrða rjómanum,sítrónusafanum og hvítlauknum.
  2. Smakkið blönduna til með saltinu.
  3. Skerið humarinn niður í bita og bætið út í blönduna með eplunum og dillinu.
  4. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk 


Grillaður smá aspas 

  • 16 stk. smáaspas 
  • 4 msk. ólífuolía 
  • Sjávarsalt 
  • Svartur pipar úr kvörn

Aðferð:

  1. Setjið aspasinn í eldfast mót, hellið ólífuolíunni yfir hann og veltið honum vel upp úr ólíunni.
  2. Setjið aspasinn á heita grillpönnu og grillið í 2 mín á hvorri hlið.
  3. Kryddið með sjávarsalti og svörtum pipar úr kvörn.

Smjördeigs botn

  • 1 plata myllu smjördeig 
  • Hvítlauksolía 
  • Sjávarsalt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn upp í 220 gráður.
  2. Skerið plötuna í 4 bita.
  3. Penslið smjördeigið með hvítlauksolíu báðum megin.
  4. Setjið á bökunarplötu með smjörpapír í botninum og svo aðra plötu yfir.
  5. Bakið í 10-15 min. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert